Fréttablað Eflingar 4. tbl. 2018

43 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Útskrift úr MK: Fagnámskeið I og II, eldhús og mötuneyti Mig langaði til að mennta mig meira tengt vinnu, segir Xuan Kim Phu Thai eða Karen eins og hún kallar sig um ástæður þess að hún fór á fagnámskeið fyrir eldhús og mötuneyti. Hún ásamt samnemendum sínum útskrifaðist þann 28. maí sl. en öll luku þau námskeiðum I og II. Hluti nemenda tók svo nokkra áfanga í hluta þrjú og var Karen ein af þeim. Karen hefur unnið í mötuneytinu á Hrafnistu í að verða sex ár. Ég byrjaði sem almenn- ur starfsmaður en er nú vaktstjóri og leysi af verkstjórann yfir sumartímann meðan hann er í fríi. Hún segir að það hafi verið margt sem hún lærði á námskeiðunum. Ég lærði að elda en ég var ekki góð í því og ég lærði heilmargt um næringarfræði. Að kunna næringarfræði kemur að góðum notum í lífinu þegar kemur að heilsu. Það er hjálp til framtíðar að kunna hana. Ég varð líka betri í íslenskri málfræði, segir Karen en kennslan fór öll fram á íslensku þó nemendurnir væru ekki með íslensku sem móðurmál. Ef það varð erfitt að útskýra eitt- hvað blönduðum við ensku saman við en kennararnir voru mjög hjálplegir þeim sem kunnu ekki mikla íslensku. Karen segir að þetta hafi verið góður hópur og skemmtilegur. Við hjálpuðumst öll að og það voru margir sem höfðu reynslu af því að vinna í eldhúsi sem ég gat lært af. Mér fannst þetta skemmtilegt nám og ég ætla að halda áfram í matsveina- og tækninám, segir hún. - segir Xuan Kim Phu Thai Margt sem ég lærði Viltu verða félagsliði? Félagsliðabrú er ætluð fólki sem vinnur við umönnun t.d. á öldr- unarheimilum, í heimaþjónustu eða við heimahlynningu og er fjögurra anna eininganám sem kennt er samkvæmt námsskrá menntamálaráðuneytisins. Námið er 32 einingar og eru kenndar 8 einingar á hverri önn. Félagsliðabrú tekur mið af því að nemendur séu í starfi og sæki námið í samráði við vinnustað sinn. Nemendur þurfa vera orðnir 22 ára, hafa lokið 230 kennslustunda starfstengdum námskeiðum og hafa að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu. Ný önn hefst 28. ágúst og lýkur 11. desember 2018 . Kennt er á þriðjudögum frá kl. 16:30–20:15 ásamt tveimur laugardögum á önninni. Kennsla fer fram hjá Mími símenntun, Höfðabakka 9. Skráning hjá Eflingu í síma 510 7500 eða á netfangið efling@efling.is Nám

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==