Fréttablað Eflingar 4. tbl. 2018
6 F R É T TA B L AÐ E F L I N G A R - S T É T TA R F É L AG S Kjaramálin Frá sjónarhóli formannsins Minna er ekki meira Það hefur verið í nógu að snúast fyrir Sólveigu Önnu Jónsdóttur fyrstu vikurnar í embætti formanns Eflingar. Við settumst niður með Sólveigu til að líta yfir fyrstu vikurnar í starfi. Það hefur verið skrítið að taka við þessu nýja starfi, segir Sólveig. Það er mjög langt síðan ég hef unnið á skrifstofu. Ég vann auðvitað tíu ár á leikskóla þannig að ég er ennþá að venjast því að vera ekki utandyra stóran hluta dagsins. Ég sakna þess oft líka mikið að vera ekki innan um börn. En skrifstofa Eflingar er góður vinnustaður, segir hún. Ég er sérstaklega þakklát fyrir það hversu vel hefur verið tekið á móti mér af starfsfólki. Það vinna allir hér saman að því að aðstoða félagsmenn. En svo er það stóra verk- efnið sem við erum sameinuð um, sem er að berjast fyrir kjörum félagsmanna og að byggja upp sterka verkalýðshreyfingu. Sólveig segir að mikið af tíma hennar hafi farið í fundi með félagsmönnum, starfsmönnum Eflingar og með formönnum annarra stéttar- félaga. Þetta er hið margrómaða samtal sem verður auðvitað að eiga sér stað, segir Sólveig og kímir. Það eru auðvitað stór verkefni framundan, kjarasamningar, og við þurfum að stilla saman strengi. Við þurfum að standa saman Sólveig nálgast kjarasamningana af baráttu- hug. Ég hef skynjað í samtölum við aðra formenn félaga í Starfsgreinasambandinu að þar eru margir góðir félagar sem hafa í megin- atriðum sömu áherslur og ég þegar kemur að því að vinnuframlag verkafólks verði í raun og vera metið að verðleikum í þjóðfélaginu. Ef verkalýðshreyfingin stendur saman um réttlæt- iskröfur okkar félagsmanna er ég sannfærð um að okkur eru allir vegir færir. Sólveig segir að efnahagslegi stöðugleikinn, sem stjórnmálamenn og Samtök atvinnulífs- ins tala mikið um, sé vissulega mikilvægur, en að hann verði að rísa á grunni félagslegs og efnahagslegs réttlætis: Ég brenn fyrir því að uppræta það hneyksli sem kjör láglauna- hópanna er. Fólk vinnur langa og erfiða daga, við mörg mikilvægustu störfin í samfélaginu, störf sem verður að vinna svo það fari ekki allt á annan endann, en samt á þetta fólk að sætta sig við að geta aldrei um frjálst höfuð strokið, efnahagslega. Á sama tíma er fólk að horfa upp á algjörlega vitfirrtar launahækkanir til þeirra sem fara með völdin og geta því skammtað sér að vild af heildartekjum samfélagsins. Stöð- ugar fréttir af brjáluðum launahækkunum gera það að verkum að enginn trúir því lengur að á Íslandi séu jöfn tækifæri fyrir alla og að hér sé eitthvað sérstakt réttlætis- eða velferðarsam- félag. Brýnt að taka á misskiptingu Sólveig segir brýnt að verkalýðshreyfingin beiti sér til að taka á vaxandi misskiptingu sem er eitt stærsta samfélagsmein okkar daga. Ég held að áhersla á jöfnuð og baráttan gegn misskiptingu og stéttskiptingu sem er afleiðing hennar verði mjög áberandi í haust og vetur. Ég hef talað fyrir því að við mælum efnahagslegan ójöfnuð í samfélaginu með hlutlægum hætti. Með skýrum og hlutlægum upplýsingum um vandann getum við svo unnið markvisst að því - segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar-stéttarfélags Ef verkalýðshreyfingin stendur saman um réttlætiskröfur okkar félagsmanna er ég sannfærð um að okkur eru allir vegir færir
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==