Orlofsblað Eflingar 2020
ORLOFSBLAÐ EFLINGAR-STÉTTARFÉLAGS 1 Kæru Eflingarfélagar! Nú þegar þetta er skrifað í byrjun mars er daginn loks tekið að lengja nokkuð og veður vonandi að lagast eftir frekar langan og erfiðan vetur að flestu leyti. Þá hillir líka undir vor og svo sumarið þannig að nú er tíminn til að undirbúa sumar- fríið! Einn liður í því er einmitt að ígrunda hvort þeir fjölmörgu orlofskostir sem Eflingarfólki stendur til boða henti þér og þínum. Starfsfólk á orlofssviðinu hefur unnið að undirbúningi sumarúthlutunar allt frá því snemma í vetur. Leitað er ýmissa leiða til að auka fjölbreytni og úrval en undanfarin ár hafa verið tekin á leigu hús víða um land til að sinna mestu eftir- spurninni yfir sumarið. Eru félagsmenn hvattir til að fylgjast vel með vefnum okkar, efling.is, en þar munum við kynna allar nýjungar jafnóðum og þær koma inn. Auk þess stendur sjóðurinn fyrir gríðar stóru verkefni í Stóra Fljóti í Bláskógabyggð með byggingu tólf húsa orlofshverfis á eigin landi orlofssjóðs. Það má telja einstakt að öllu leyti og standa vonir til að hluti húsanna verði kominn í notkun síðla sumars. Er þetta verkefni kynnt nánar hér í blaðinu. Rekstur orlofshúsa á vegum stéttarfélaganna á sér langa sögu og má rekja upphafið allt aftur til áranna í kringum 1960. Í upphafi tóku einstök félög sig saman og reistu hús saman í byggðakjörnum og ráku orlofsbyggðir saman. Má benda á byggðirnar í Ölfuborgum, Svignaskarði, Flókalundi, á Illuga- stöðum og Einarsstöðum í því sambandi en á öllum þessum stöðum á Efling hús í dag og er þátttakandi í rekstri byggð- anna. Þrátt fyrir að mörg þessara húsa séu komin vel á aldur, jafnvel yfir 50 ára, eru þau öll í afskaplega góðu ástandi enda margbúið að lagfæra og endurbæta húsin. Margt annað stendur til boða á vegum sjóðsins, Veiði- og Útilegukortin vinsælu og afsláttarkjör hjá Icelandair og Úrval Útsýn og niðurgreiðsla á gisingu innanlands. Um leið og við horfum með tilhlökkun til sumarsins hvetjum við félagsmenn Eflingar til að skoða vel þetta Orlofsblað og kynna sér vel allt sem stendur til boða. Svo er bara að senda inn umsókn um sumarhús og vonandi fá sem flestir úrlausn við sitt hæfi. Bestu kveðjur með von um gott sumar öllum til handa! Stjórn orlofssjóðs Eflingar Ljósm. Þorfinnur Sigurgeirsson Dear members of Efling! At the time of writing in the beginning of March, the day is getting a bit longer and the weather will hopefully be improv- ing somewhat after a long and mostly hard winter. Spring is also drawing near so now is the time to plan the summer vacation! One part of that is precisely to think about whether the many vacation options available to the members of Efling appeal to you or yours. Employees of the vacation department have been working on preparations for the summer allocation since early this winter. Many ways are sought to increase the variety and broaden the selection while properties have been rented all over the country in the past few years to meet the increased demand over the summer. Members are encouraged to pay close attention on our website, efling.is , where all new develop- ments will be announced as soon as they emerge. Also, the fund is running a large construction project in Stóra Fljót at Bláskógabyggð, building a cluster of twelve vacation houses belonging to the vacation fund. It is unique in every way and the plan is for a few of the vacation houses to be up for use in the latter part of the summer. This project is pres- ented further here in these pages. The unions have a long history of maintaining vacation houses, which may be traced back to the years around 1960. In the beginning, a few unions got together to build vacation houses in clusters and ran the vacation house neighborhoods together. The vacation house neighborhoods in Ölfuborgir, Svignaskarð, Illugastaðir, Einarsstaðir and Flókalundur are good examples of this, and Efling has properties in all these places and helps to run all the neighborhoods. Although all these houses are quite old, even over 50 years old, they are all in peak condition, as they have been fixed and renovated many times. Many other things are made available by the fund, the fishing- and camping-cards and discount offers from Icelandair and Úrval Útsýn, as well as a partial refund for lodging within this country. As we look forwards to the summer we recommend that the members of Efling thoroughly check out this Summer issue and familiarize themselves with all that which is on offer there. After that it’s just a matter of sending in applications for vacation houses and hopefully everyone can get something to their liking. Warm regards and best wishes for a lovely summer for all! The board of the vacation fund of Efling
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==