Orlofsblað Eflingar 2020

Lambaspjót 8–10 spjót 1 kg lambakjöt að eigin vali (við notuðum lundir) 100 ml ólífuolía 2 msk. sítrónusafi 4 hvítlauksgeirar, maukaðir 1 rauðlaukur, saxaður fínt 2 dl steinselja, söxuð 2 dl fersk kóríanderlauf, söxuð 1 tsk. paprikukrydd 2 tsk. kummin-duft 1 tsk. sjávarsalt Skerið lambakjötið í bita og setjið í skál og blandið allri restinni af hráefninu saman við. Látið liggja í kryddleginum í 4 klst. en ef tíminn er naumur þá eitthvað skemur. Einnig má láta bitana liggja í krydd- leginum í ísskáp yfir nótt. Grillið spjótin á heitu grilli þar til kjötið hefur brúnast vel á öllum hliðum, u.þ.b. 2–3 mín. á hverri hlið. Penslið spjótin með leginum á meðan á grilltímanum stendur. Berið fram með jógúrtsósunni, kartöflum og salati. Jógúrt sósa ½ agúrka, rifin gróflega 350 ml hrein jógúrt ½ rautt chili-aldin 2 tsk. fljótandi hunang 1 tsk. sjávarsalt ½ tsk. nýmalaður svartur pipar 8 myntulauf, skorin fínt Setjið agúrkurnar í sigti og kreistið vökvann vel frá. Setjið allt hráefnið í skál og blandið vel saman. Bragð- bætið með salti og pipar. Lamb Spears 8–10 spears 1 kg mutton of one’s own choosing (we used a tenderloin) 100 ml olive oil 2 tbsp. lemon juice 4 cloves of garlic, mashed 1 red onion, finely chopped 2 dl parsley, chopped 2 dl fresh coriander leaves, chopped 1 tsp. paprika spice 2 tsp. cumin-powder 1 tsp. sea salt Chop the mutton into bits and place it in a bowl where you add the rest of the ingredi- ents. Leave them to marinade in the spices for 4 hours, although it can be for a shorter time if you are pressed for time. Also, the bits can be left to marinade in the refrigerator overn- ight. Grill the spears over a hot grill until the meat has browned over thoroughly on all sides, approx. 2-3 minutes per side. Put the marinade on the spears with a sauce brush while the grilling takes place. Serve with the yoghurt-sauce, potatoes and salad. Yoghurt sauce ½ cucumber, torn into strands 350 ml pure yoghurt ½ red chili-pepper 2 tsp. liquid honey 1 tsp. sea salt ½ tsp. freshly ground black pepper 8 mint leaves, finely chopped Place the cucumbers into a strainer and squeeze out the juice thoroughly. Place all the materials into a bowl and blend them well. Add extra flavor with salt and pepper. Uppskrift/ Recipe: Bergþóra Jónsdóttir I Stílisti/ Stylist : Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir I Mynd/ Photo : Hallur Karlsson 34 ORLOFSBLAÐ EFLINGAR-STÉTTARFÉLAGS

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==