Orlofsblað Eflingar 2020
Minnisblaðið þitt Við brottför: - þrífa húsið, grillið og heita pottinn. - ganga vel frá gluggum og hurðum, að allt sé lokað og læst. - skila lykli til umsjónarmanns eða í lyklabox. - ekki taka hita af húsinu við brottför. • Nauðsynlegt er að taka með lök, sængur- og kodda- ver, handklæði, viskastykki, borðtuskur, handsápu og salernispappír. • Orlofshús og íbúðir Eflingar eru með svipuðum búnaði, ætluð fyrir 5 til 10 manns eftir stærð. Öll eldhúsáhöld eru til staðar; ísskápur, eldavél og örbylgjuofn. Sængur, kodd- ar, barnastóll og barnarúm, sturta, sjónvarp, útvarp og gasgrill. • Leigutaka er óheimilt að framselja leigurétt sinn og dýrahald er alfarið bannað í orlofshúsum Eflingar. Brot á þessum reglum getur valdið því að viðkomandi félagsmað- ur verði útlokaður fá úthlutun framvegis. • Orlofshúsin eru sameign okkar, göngum um þau af alúð og sóma. Ef einhverju er ábótavant varðandi umgengni eða viðskilnað fyrri gesta vinsamlegast látið þá umsjónarmann vita strax við komu, áður en nokkuð er aðhafst. Ef vanhöld eru varðandi þrif getur komið til þess að húsið verði þrifið á kostnað síðasta leigutaka. Orlofshús Eflingar er sameign okkar félagsmanna. Góð umgengni er okkar hagur! Mikilvægt er að kynna sér reglur og leiguskilmála við leigu á orlofshúsi. • Munið að framvísa leigusamningi við komu í orlofshús. Leigusamning má nálgast rafrænt inn á bókunarvefnum, undir bókunarsaga. Einungis leigutaki fær afhenta lykla gegn framvísun leigusamnings. Framsal leigusamnings er stranglega bannað og varðar tafarlausri brottvísun úr húsi. • Leigutaka ber að vitja lykla á auglýstum tíma. Ef þið tefj- ist er nauðsynlegt að láta umsjónarmann vita. Gildir um Svignaskarð, Ölfusborgir og Illugastaði. Að öðrum kosti er ekki hægt að tryggja afhendingu lykla. Símanúmer umsjónarmanns kemur fram á leigusamningi. • Öllum húsum Eflingar fylgja efni til að þrífa, uppþvotta- lögur og burstar, gólfsápa og wc hreinsir. Gólfþveglar og moppur eru til staðar svo og kústar og ryksuga. • Mikilvægt er að ganga vel frá og þrífa orlofshúsið við brottför. Ef ekki er þrifið nægilega vel að mati umsjónar- manns þarf að greiða þrifagjald. Leigutaki ber ábyrgð á húsinu og skal þrífa vel. Munið! Hægt er að nálgast leigusamninginn rafrænt inn á bókunarvefnum, undir bókunarsaga. 42 ORLOFSBLAÐ EFLINGAR-STÉTTARFÉLAGS
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==