Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020
ÚTSKÝRINGAR GREIÐSLA OG SKILMÁLAR FERÐA Skráning í ferðir Ferðafélags Íslands fer fram á heimasíðu félagsins. Staðgreiða þarf í allar ferðir við bókun, nema annað sé tekið fram. Börn og unglingar, 7-18 ára, sem eru í fylgd forráðamanna, greiða hálft gjald en frítt er fyrir börn yngri en 7 ára. Verð í ferðir félagsins er sett frammeð tvennum hætti: Annars vegar fyrir félagsmenn FÍ og hins vegar fyrir þá sem ekki eru skráðir félagsmenn. Afbókunarskilmálar: ▶ Afbókun meira en 30 dögum fyrir brottför: 85% fargjalds endurgreitt. ▶ Afbókun 29-14 dögum fyrir brottför: 50% fargjalds endurgreitt. ▶ Afbókun 13-7 dögum fyrir brottför: 25% fargjalds endurgreitt. ▶ Afbókun innan við viku fyrir brottför: Engin endurgreiðsla. Breytingar: Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að hætta við, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka. Ef félagið aflýsir ferð, er fargjald endurgreitt að fullu. Tryggingar: Ferðafélag Íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir. Fyrirvarar: Þátttakendum í ferðum FÍ er ljóst að för í óbyggðum getur verið áhættusöm. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð og skuldbinda sig með skráningu í ferð til að gera ekki kröfur á FÍ vegna mögulegs tjóns sem þeir verða fyrir í ferðinni. Farþegar verða að velja ferðir sem hæfa þeirra líkamlega formi. Vinsamlega kynnið ykkur upplýsingar um útbúnað og veður áður en lagt er af stað. ERFIÐLEIKASTIG FERÐA Flokkun ferða eftir erfiðleikastigi er einungis til viðmiðunar. Einstakar ferðir geta fallið undir fleiri en einn flokk og ófyrirsjáanlegar breytingar á ytri aðstæðum geta breytt hversu erfið ferð reynist verða. 1 skór Léttar og stuttar dagleiðir (yfirleitt 4-6 klst.). Mest gengið á sléttlendi. Léttur dagpoki. Engar eða litlar ár. Flestum fært. 2 skór Miðlungslangar dagleiðir (yfirleitt 5-7 klst.). Oft í hæðóttu landi. Bakpoki þarf ekki að vera þungur. Engar eða auðveldar ár. Þátttakendur þurfa að vera í nokkuð góðri þjálfun. 3 skór Nokkuð langar dagleiðir (yfirleitt 6-8 klst.). Oftast gist í húsum en getur þurft að bera tjöld. Gengið í fjalllendi. Getur þurft að vaða erfiðar ár. Þátttakendur þurfa að vera í góðri þjálfun. 4 skór Erfiðar og langar dagleiðir (jafnvel yfir 10 klst.). Gengið í fjalllendi með allt á bakinu. Má búast við erfiðum ám. Aðeins fyrir fólk í mjög góðri þjálfun. 13
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==