Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020

FJALLA- OG HREYFIHÓPAR FÍ FÍ Þrautseigur. Tvö fjöll á mánuði Þeim sem vilja ganga meira og hittast oftar gefst kostur á að taka þátt í báðum verkefnunum hér að framan og ganga þá á að minnsta kosti 24 fjöll yfir árið í 20 dagsferðum og tveimur helgarferðum. Þátttakendur þurfa að vera í nokkuð góðu gönguformi því bæði er gengið á létt og krefjandi fjöll. Umsjón : Einar Ragnar Sigurðsson og Höskuldur Björnsson. Kynningarfundur: Þriðjud. 7. janúar kl. 20 í sal FÍ, Mörkinni 6. Verð: 73.900. FÍ Göngur og jóga FÍ Göngur og jóga er verkefni fyrir alla sem vilja njóta útivistar ásamt því að læra aðferðir til að draga úr streituviðbrögðum og ná slökun. Verkefnið stendur frá janúar til maí og í hverri viku er farið í eina stutta og rólega gönguferð í nágrenni Reykjavíkur og í einn djúpslökunartíma í jóga. Þetta er hópur fyrir þá sem vilja njóta en ekki þjóta og langar til að gera útivist og jóga að lífsstíl. Umsjón : Edith Gunnarsdóttir. Kynningarfundur: Fimmtud. 9. janúar kl. 20 í risi FÍ, Mörkinni 6. Verð: 67.900. FÍ Útideildin FÍ Útideildin er verkefni fyrir útivistarfólk í meðalgóðu gönguformi sem vill hittast reglulega og stunda skemmtilega og fjölbreytta útivist á besta tíma ársins. Verkefnið hefst í apríl og endar í október. Megináhersla er á hefðbundnar göngur og ferðir um áhugaverðar ferðaslóðir og fjöll. Til að auka fjölbreytni er einnig farið í léttar ferðir á ferða- eða fjallahjólum. Umsjón : Örvar Aðalsteinsson og Þóra Björk Hjartardóttir. Kynningarfundur: Miðvikud. 25. mars kl. 20 í risi FÍ, Mörkinni 6. Verð: 75.900. FÍ Landvættir og FÍ Landvættir ½ FÍ Landvættir er 10 mánaða æfingaverkefni sem byrjar síðla hausts og stendur fram í ágúst árið eftir. Takmarkið er að ljúka öllum fjórum þrautum Landvættanna, þ.e. 50 km skíðagöngu, 60 km fjallahjólreiðum, 2,5 km útisundi og 25 km fjallahlaupi. FÍ Landvættir ½æfa jafn lengi og taka þátt í sömu fjórum þrautum en vegalengdirnar eru um helmingi styttri. Þetta eru hvoru tveggja æfingaverkefni fyrir þá sem vilja stunda líkamsrækt úti í náttúru Íslands, setja sér ögrandi markmið og komast í frábært líkamlegt form í þéttum, skemmtilegum og styðjandi félagsskap. Umsjón : Brynhildur Ólafsdóttir og Róbert Marshall. Búið er að loka skráningu í verkefnin 2020. Kynningarfundur fyrir árið 2021 verður í október 2020. FÍ Landkönnuðir FÍ Landkönnuðir er lokaður hópur ævintýrafólks sem tekst á við margs konar áskoranir úti í náttúrunni. Meginmarkmið hópsins er að fylla lífið af ævintýrum, vera á iði og hafa gaman. Lögð er áhersla á fjölbreytt útiævintýri og góða fræðslu. Hópurinn hittist að meðaltali einu sinni í mánuði og stundar jöfnum höndum fjallahjólreiðar, vatnasund, fjallgöngur, kajakróður, klettaklifur, náttúruhlaup og fjallaskíði. Meðal verkefna eru vetrarferðalög á gönguskíðum og Vesturgötu-þríþrautin. Umsjón : Brynhildur Ólafsdóttir og Róbert Marshall. Búið er að loka skráningu í verkefnið 2020. Kynningarfundur fyrir árið 2021 verður í október 2020. 17

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==