Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020
FJALLA- OG HREYFIHÓPAR FÍ FÍ Gengið á góða spá Opið útivistarverkefni sem snýst um þá meginhugmynd að stunda útivist og fjallgöngur í góðu veðri. Ferðirnar eru fjölbreyttar að umfangi, bæði fjallgöngur og annars konar útivist. Allar ferðir í verkefninu Gengið á góða spá eru farnar þangað semmestar líkur eru á góðu gönguveðri og fjallaútsýni og auglýstar með stuttum fyrirvara eða 4-5 dögum fyrir hverja ferð. Best er að fylgjast með fésbókarhópnum FÍ Gengið á góða spá. Ferðirnar standa öllum opnar en nauðsynlegt er að skrá sig og greiða fyrir hverja ferð í gegnum vefsíðu FÍ. Umsjón : Ragnar Antoniussen. Hundrað hæstu Í Hundrað hæstu-verkefninu gengur fólk á öll hundrað hæstu fjöll Íslands og fær tindasöfnunina staðfesta, skráða og viðurkennda. Þetta er ekki lokaður hópur heldur einstaklingsverkefni hvers og eins. Þátttakan er ókeypis og öllum opin og ekki er skilyrði að vera félagi í Ferðafélagi Íslands. Allar ferðir á dagskrá FÍ, þar sem gengið er á tinda sem ná inn á hundrað hæstu-listann, fá sérstakan stimpil: Hundrað hæstu. Taktu þátt í áskoruninni með okkur og kláraðu að klífa hundrað hæstu tinda landsins fyrir 100 ára afmæli Ferðafélagsins árið 2027. Uppgönguhryggur í Jökulgili, Landmannalaugum. Ljósmynd: Tómas Guðbjartsson. 19
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==