Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020

FJALLASKÍÐAFERÐIR VESTURLAND SK1 Snæfellsjökull bakdyramegin NÝTT 29. febrúar, laugardagur Fararstjórn : Tómas Guðbjartsson og Helgi Jóhannesson. Brottför : Kl. 7 á einkabílum (jeppum) frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Oftast er gengið á Snæfellsjökul að austanverðu en í þessari ferð er læðst að jöklinum bakdyramegin um fáfarna en ekki síður stórbrotna leið. Ekið er langleiðina að Gufuskálum vestan megin jökuls og þaðan um jeppaveg framhjá fjallinu Hreggnasa og inn að Eysteinsdal. Gengið er á skíðum upp úr dalnum á norðvesturhlíðar Snæfellsjökuls með útsýni yfir Breiðafjörð og utanvert Snæfellsnes. Sneitt er fyrir nyrstu þúfuna uns komið er að Miðþúfu, 1446 m. Ef aðstæður leyfa verður einnig farið á Vesturþúfu áður en skíðað er niður norðvesturbrekkur jökulsins aftur ofan í Eysteinsdal að bílum. Verð : 28.000/31.000. Innifalið : Fararstjórn. Í þessari ferð verður gengið á einn til tvo af hundrað hæstu tindum landsins. Sjá nánar á bls. 19. NORÐURLAND SK2 Kaldbakur þvers og kruss NÝTT 4.-5. apríl. 2 dagar Fararstjórn : Tómas Guðbjartsson og Helgi Jóhannesson. Brottför : Kl. 9 á einkabílum frá N1 á Drottningarbraut, við brúna yfir Eyjafjörð. Fjallaskíðahelgi við Eyjafjörð þar sem óþrjótandi skíðamöguleikar Kaldbaks og Hlíðarfjalls eru kannaðir undir leiðsögn þrautvanra fararstjóra. Þátttakendur gista á eigin vegum. 1.d., laugard. Ekið að Grenivík þaðan sem gengið er á skinnum upp á topp Kaldbaks, 1.173 m. Skíðað er norðaustur af fjallinu niður í Trölladal, áleiðis í Fjörður. Þaðan er skinnað aftur upp á Kaldbak og svo skíðað niður suðvesturhlíðar Kaldbaks að bílunum. Sameiginlegur kvöldverður (ekki innifalinn). 2.d. Hist er við Skíðastaði, skíðahótelið í Hlíðarfjalli. Þaðan leiða fararstjórar hópinn um innstu afkima og skemmtilegustu fjallaskíðaleiðir Hlíðarfjalls, upp af skíðalyftunum. Verð : 35.000/38.000. Innifalið : Fararstjórn. STRANDIR SK3 Fjallaskíði á strjálbýlum Ströndum NÝTT 30. apríl-3. maí. 4 dagar Fararstjórn : Tómas Guðbjartsson og Helgi Jóhannesson. Mæting: Að kvöldi 30. apríl á vel búnum jeppum að Valgeirsstöðum í Norðurfirði. Skemmtileg fjallaskíðaferð á Strandir þar semstefnt er að því að skíða umöll helstu fjöll viðNorðurfjörð, Ingólfsfjörð ogDjúpuvík, allt eftir færð og snjóalögum. Til dæmis verður reynt viðGlissu, Örkina, Töflu, Reykjaneshyrnu ogKálfatinda. Í lok hvers dags verður svo farið í hina rómuðu Krossneslaug. Svefnpokagisting í húsi FÍ aðValgeirsstöðum í Norðurfirði en þar er góð aðstaða fyrir hópa. Heimför síðla sunnudags. Verð : 66.000/71.000. Innifalið : Gisting og fararstjórn. 25

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==