Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020
FJALLASKÍÐAFERÐIR SUÐURLAND SK4 Birnudalstindur NÝTT 16. maí, laugardagur Fararstjórn : Tómas Guðbjartsson og Helgi Jóhannesson. Brottför : Kl. 6 að morgni á einkabílum (jeppum) frá Gerði í Suðursveit. Háfjallaskíðaferð eins og hún gerist best sem endar í einni stórkostlegustu skíðabrekku landsins. Ekið frá Gerði og inn Staðardal, að mynni Birnudals undir sunnanverðumVatnajökli. Þar er helmingur bíla skilinn eftir áður en ekið er áfram að Smyrlabjargavirkjun og upp að Jöklaseli. Þaðan er skinnað upp eftir Skálafellsjökli uns komið er að rótum Birnudalstinds að suðaustanverðu. Suðurhlíðar Birnudalstinds eru þræddar á skíðum og síðan gengið á mannbroddum upp síðasta spölinn á tindinn, 1.326 m. Skíðað niður endilangan Birnudal að bílum. Sameiginlegur kvöldverður á Hala í Suðursveit er ekki innifalinn í verði. Þátttakendur gista á eigin vegum nóttina fyrir og eftir ferð. Verð : 28.000/31.000. Innifalið : Fararstjórn. Á leið upp á Snæfellsjökul. Miðþúfa í baksýn. Ljósmynd: Ólafur Már Björnsson. 27
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==