Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020

DAGSFERÐIR SUÐVESTURLAND D1 Borgarganga: Vitar, torg og verksmiðjur NÝTT 5. janúar, sunnudagur Fararstjórn : Pétur H. Ármannsson. Brottför : Kl. 10:30 frá Vitatorgi, Vitastíg 5. Í upphafi hvers árs stendur Ferðafélag Íslands fyrir borgargöngu og að þessu sinni er gangan tileinkuð vitasögu Reykjavíkur ásamt uppbyggingu iðnfyrirtækja á svæðinu í kringumHlemm á fyrri hluta 20. aldar. Gengið verður frá Vitatorgi að Sjómannaskólanum á Rauðarárholti. Þaðan er haldið að nýja vitanum við Höfða og meðfram norðurströndinni allt að Ingólfsgarði. Genginn verður tæplega 6 km hringur og endað á upphafsstað. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. SUÐVESTURLAND D2 Hundagönguferðir. Ekki fara í hundana! 7., 14., 21 og 28. apríl, þriðjudaga Fararstjórn : Heiðrún Meldal, Auður Kjartansdóttir og hundarnir Bronco Meldal og Orri Pé. Brottför : Kl. 18 frá upphafsstað hverrar göngu, sjá hér að neðan. Gönguferðir fyrir hundaeigendur. Komdu með hundinn í hundagöngur Ferðafélags hundanna! Þátttakendur mæti vel búnir og hundarnir í ól. 1½-2 klst. 7. apríl. Mosfell. Mæting á bílastæði við Mosfellskirkju í Mosfellsdal. 14. apríl. Úlfarsfell. Mæting á bílastæði, Úlfarsárdalsmegin. 21. apríl. Helgafell í Mosfellsbæ. Mæting á bílastæðið undir fjallinu, Mosfellsdalsmegin. 28. apríl. Grafarholt. Mæting bak við Morgunblaðshúsið í Hádegismóum. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. VESTURLAND D3 Snæfellsjökull um páska 9. apríl, fimmtudagur Fararstjórn : Hjalti Björnsson. Brottför : Kl. 7 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Gengið á Þúfurnar á Snæfellsjökli. 7-8 klst. á göngu og komið til baka til Reykjavíkur um kvöldið. Jöklabúnaður er nauðsynlegur. Föstudagur og laugardagur til vara. Verð : 23.000/26.000. Innifalið : Rúta og fararstjórn. Í þessari ferð verður gengið á tvo af hundrað hæstu tindum landsins. Sjá nánar á bls. 19. SUÐVESTURLAND D4 Afmælisgöngur á Þingvöllum: Gengið á milli gjáa NÝTT 26. apríl, sunnudagur Fararstjórn : Einar Á. E. Sæmundsen og Páll Guðmundsson. Brottför : Kl. 10 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Þjóðgarðurinn á Þingvöllumvar stofnaður árið 1930 og í tilefni 90 ára afmælisins tekur FÍ höndumsamanmeð þjóðgarðinumog býður upp á alls sjö afmælisgöngur. Í fyrstu afmælisgöngu ársins verður gengiðmeðEinari Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsverði Þingvalla og sjónumbeint að gjánum í þjóðgarðinum. Gengið fráGjábakka, yfir Hrafnagjá og svo umsigdalinn að gestastofu þjóðgarðsins áHaki ofanAlmannagjár þar semferðin endar á sýningunni ,,Hjarta lands og þjóðar”. Létt ganga á jafnsléttu og góðumgöngustíg. 2-3 klst. Verð : 12.000/15.000. Innifalið : Rúta og fararstjórn. 29

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==