Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020
DAGSFERÐIR SUÐURLAND D5 Sveinstindur: Í fótspor Sveins Pálssonar NÝTT 2. maí, laugardagur Fararstjórn : Hjalti Björnsson og Guðmundur Jónsson. Mæting : Kl. 2 aðfaranótt laugardags við Vattará á hringvegi 1, sunnan Kvískerja. Gengið á Sveinstind, næst hæsta fjall landsins, í fótspor Sveins Pálssonar, landlæknis og náttúrufræðings, sem gekk fyrstur þessa leið árið 1794. Leiðin liggur frá Kvískerjum, sunnan við Hrútárjökul, framhjá Sveinsgnípu og á Sveinstind. Á leiðinni blasa Hnapparnir við í suðri og í norðri sést Hrútárjökullinn sem fellur frá Sveinstindi. 22 km. Hækkun 2000 m. Jöklabúnaður er nauðsynlegur. Gisting á eigin vegum. Sunnudagur til vara. Verð : 25.000/28.000. Innifalið : Fararstjórn. Í þessari ferð verður gengið á einn af hundrað hæstu tindum landsins. Sjá nánar á bls. 19. SUÐVESTURLAND D6 Á fjöll við fyrsta hanagal: Morgungöngur FÍ 4.-8. maí Fararstjórn : Auður Kjartansdóttir og Heiðrún Meldal. Brottför : Kl. 6 frá upphafsstað hverrar göngu, sjá hér að neðan. Morgunstund gefur gull í mund. Komdu sjálfum þér á óvart með göngu í morgunsárið og fylltu lungun af fjallalofti fyrir verkefni dagsins. Göngurnar taka 2-3 klst. 4. maí, mánud. Helgafell ofan Hafnarfjarðar. Gangan hefst við bílastæði skammt frá Kaldárseli. 5. maí, þriðjud. Mosfell. Gangan hefst við bílastæðið við Mosfellskirkju í Mosfellsdal. 6. maí, miðvikud. Úlfarsfell. Gangan hefst við bílastæði Skógræktarinnar við Vesturlandsveg. 7. maí, fimmtud. Helgafell í Mosfellsbæ. Frá bílastæði undir fjallinu, Mosfellsdalsmegin. 8. maí, föstud. Esjan upp að Steini. Gangan hefst við bílastæðið undir Esju. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. SUÐURLAND D7 Þverártindsegg NÝTT 9. maí, laugardagur Fararstjórn : Hjalti Björnsson og Guðmundur Jónsson. Brottför : Aðfaranótt laugardags á eigin jeppum frá Reynivöllum. Löng og krefjandi fjallganga á eitt glæsilegasta fjall landsins, Þverártindsegg, sem rís beint upp af botni Kálfafellsdals í Suðursveit, háreist, brött og gríðarlega falleg. Gengið er upp brattar skriður þar til komið er á jökul í um 800 m hæð. Þaðan liggur leiðin upp á hrygg sem leiðir okkur upp á sjálfa fjallseggina. Bratti á jöklinum sjálfum er ekki mikill nema þegar komið er að egginni sjálfri. Toppurinn stendur upp úr jöklinum og er því íslaus. Jöklabúnaður er nauðsynlegur. Sunnudagur til vara. Verð : 25.000/28.000. Innifalið : Fararstjórn. Í þessari ferð verður gengið á einn af hundrað hæstu tindum landsins. Sjá nánar á bls. 19. SUÐVESTURLAND D8 Örganga í Hafnarfirði: Gálgahraun NÝTT 13. maí, miðvikudagur Fararstjórn : Jónatan Garðarsson. Brottför : Kl. 19 frá bílastæði við Hraunsvik vestan Sjálandshverfis í Garðabæ. 30
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==