Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020

DAGSFERÐIR SUÐURLAND D26 Sumarnætur: Vörðufell við Hvítá NÝTT 10. júlí, föstudagur Fararstjórn : Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir. Brottför : Kl. 18 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Komið til Reykjavíkur aftur ummiðnætti. Vörðufell er 391 m hátt móbergs- og grágrýtisfjall efst á Skeiðum, austan við Hvítá hjá Iðu sem var ferjustaður við Hvítá allt þar til áin var brúuð árið 1957. Af Vörðufelli er víðsýnt um Suðurland og sjá má Heklu og Eyjafjallajökul í austri, Langjökul í norðri, Hengilsvæðið blasir við í vesturátt og í suðurátt sést til Vestmannaeyja. Með vesturhlíðumVörðufells rennur Hvítá sem er annað tveggja mestu vatnsfalla svæðisins. Hækkun 350 m. 3-4 km. 3 klst. Verð : 12.000/15.000. Innifalið : Rúta og fararstjórn. VESTURLAND D27 Sumarnætur: Þyrill í Hvalfirði NÝTT 31. júlí, föstudagur Fararstjórn : Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir. Brottför : Kl. 18 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Komið til Reykjavíkur aftur ummiðnætti. Gengið um Síldarmannabrekkur upp á fjallið Þyril sem setur sterkan svip á innsta hluta Hvalfjarðar þar sem það gnæfir hömrum gyrt og þverhnípt. Leiðin upp er þó auðveldari en ætla mætti við fyrstu sýn. Af tindinum virðum við fyrir okkur útsýnið yfir fjöllin sem liggja að Hvalfirði og fegurð hins gróðursæla Hvalfjarðarbotns. Hækkun 390 m. 9 km. 3,5 klst. Verð : 12.000/15.000. Innifalið : Rúta og fararstjórn. SUÐURLAND D28 Í fótspor Konrads Maurers um Suðurland NÝTT 16. ágúst, sunnudagur Fararstjórn : Sigurjón Pétursson og Jóhann J. Ólafsson. Brottför : Kl. 8 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Í þessari ferð er haldið í fótspor Maurers um Suðurland. Byrjað er á því að fara um Fljótshlíð og kirkjurnar á Breiðabólsstað, Hlíðarenda og fleiri stöðum verða skoðaðar. Eftir hádegisverð er fylgt í fótspor Maurer um Þjórsárdal með viðkomu í Þjóðveldisbænum. Haldið er upp með Þjórsá að Sultartanga en þannig lá þjóðleiðin semMaurer fylgdi áleiðis norður Sprengisand. Frá Sultartanga er svo haldið aftur til Reykjavíkur en stoppað verður í eftirmiðdagskaffi á heimleiðinni. Verð : 23.000/26.000. Innifalið : Rúta, hádegisverður, eftirmiðdagskaffi, veglegur ferðabæklingur og fararstjórn. SUÐURLAND D29 Upplifðu Þórsmörkina: Eldri og heldri ferð 20. ágúst, fimmtudagur Fararstjórn : Pétur Magnússon, Ingimar Einarsson og Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir. Brottför : Kl. 8:30 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Hversu langt er síðan þú komst inn í Þórsmörk og upplifðir töfra svæðisins? Þessi ferð er sérstaklega hugsuð fyrir eldri og heldri borgara en allir eru velkomnir. Við heimsækjum Þórsmörk og kynnumst þeim þremur ferðamannasvæðum sem þar eru. Byrjað er á að skoða uppbygginguna í Húsadal þar sem snæddur er hádegisverður. Að því búnu er Langidalur heimsóttur og loks er svæðið í Básum kannað, áður 36

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==