Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020

DAGSFERÐIR en haldið er heim á leið. Létt ganga á milli svæðanna fyrir þá sem vilja. Harmonikka er með í för og sungið og sagðar sögur; sumar nýjar en aðrar gamlar; sumar sannar en aðrar ekki alveg. Aðalatriðið er að eiga góða og skemmtilega stund saman í Mörkinni. Verð : 18.000/21.000. Innifalið : Rúta, hádegismatur, kaffisopi og fararstjórn. SUÐVESTURLAND D30 Afmælisgöngur á Þingvöllum: Eyðibýlin NÝTT 23. ágúst, sunnudagur Fararstjórn : Torfi Stefán Jónsson og Páll Guðmundsson. Brottför : Kl. 10 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Fjórða afmælisgangan af sjö í samstarfi við þjóðgarðinn á Þingvöllum í tilefni af 90 ára afmæli þjóðgarðsins. Gengið í hring frá Þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum, aðHrauntúni ogSkógarkoti. Ennmá sjá tóftir gamalla býla í sigdalnumá Þingvöllumsembera vott um líf genginna kynslóða. Litið verður til þessa horfna lífs og hugað að því hvaða breytingar urðumeð tilkomu þjóðgarðs. Þægileg ganga á stígum. 3 klst. Verð : 12.000/15.000. Innifalið : Rúta og fararstjórn. SUÐVESTURLAND D31 Afmælisgöngur á Þingvöllum: Hrafnabjörg NÝTT 30. ágúst, sunnudagur Fararstjórn : Ragnar Antoniussen og Torfi Stefán Jónsson. Brottför : Kl. 10 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Fimmta afmælisgangan af sjö í samstarfi við þjóðgarðinn á Þingvöllum í tilefni af 90 ára afmæli þjóðgarðsins. Að þessu sinni liggur leiðin upp á hin mjög svo sérstöku Hrafnabjörg. Þaðan sést vel í gígaröð suður af fjallinu en þaðan rann Þingvallahraun fyrir um 8000 árum. 3-4 klst. Verð : 12.000/15.000. Innifalið : Rúta og fararstjórn. VESTURLAND D32 Síldarmannagötur: Forn þjóðleið 5. september, laugardagur Fararstjórn : Ólöf Sigurðardóttir. Brottför : Kl. 10 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Gengin er forn þjóðleið upp úr botni Hvalfjarðar yfir Botnsheiði niður að Vatnshorni og að Fitjum í Skorradal. Í upphafi ferðar er gott útsýni yfir Hvalfjörð og í lok ferðar yfir Skoradal og inn til fjalla. Rifjaðar upp sögur um síldveiðar fyrri alda sem tengjast svæðinu. 5-6 klst. Verð : 12.000/15.000. Innifalið : Rúta og fararstjórn. SUÐVESTURLAND D33 Afmælisgöngur á Þingvöllum: Skjaldbreið NÝTT 6. september, sunnudagur Fararstjórn : Ragnar Antoniussen og Torfi Stefán Jónsson. Brottför : Kl. 10 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Sjötta afmælisgangan af sjö í samstarfi við þjóðgarðinn á Þingvöllum í tilefni af 90 ára afmæli þjóðgarðsins. Eitt formfegursta fjall landsins er dyngjan Skjaldbreið. Þaðan rann hraun yfir Þingvallasvæðið fyrirmeira en 9000 árumog þakti sigdalinn. Þægileg ganga upp að gíg fjallsins. 5-6 klst. Verð : 12.000/15.000. Innifalið : Rúta og fararstjórn. 37

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==