Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020
DAGSFERÐIR SUÐVESTURLAND D34 Afmælisgöngur á Þingvöllum: Arnarfell NÝTT 13. september, sunnudagur Fararstjórn : Torfi Stefán Jónsson og Hjalti Björnsson. Brottför : Kl. 10 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Sjöunda og síðasta afmælisgangan í samstarfi við þjóðgarðinn á Þingvöllum í tilefni af 90 ára afmæli þjóðgarðsins. Gengið á Arnarfell þar sem búið var í gegnum árhundruðin. Enn má sjá tóftir af býlinu sem þar stóð síðast. Fellið geymir skemmtileg jarðlög og fagra náttúru. Þægileg stígaganga. 3 klst. Verð : 12.000/15.000. Innifalið : Rúta og fararstjórn. SUÐVESTURLAND D35 Borgarganga: Í landi Vífils leysingja NÝTT 3. október, laugardagur Fararstjórn : Pétur H. Ármannsson. Brottför : Kl. 10:30 frá bílastæðinu við Vífilsstaðaspítala. Árleg haustganga Ferðafélags Íslands um höfuðborgarsvæðið er að þessu sinni gengin út frá Vífilsstaðaspítala. Genginn er um 6 km hringur í Garðabænum og staldrað við á stöðum sem tengjast sögu og uppbyggingu bæjarins. Gangan endar á upphafsstað. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. FÍ Landvættir á hlaupaæfingu á Þingvöllum. Ljósmynd: Róbert Marshall. 39
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==