Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020

HELGARFERÐIR NORÐURLAND H1 Náðarstund fyrir norðan: Í fótspor Agnesar Magnúsdóttur 17.-19. apríl. 3 dagar Fararstjórn : Sigrún Valbergsdóttir. Brottför : Kl. 9 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Með bókina Náðarstund eftir Hannah Kent í farteskinu er ekið um þær slóðir þar sem Agnes Magnúsdóttir dvaldi, ýmist sem vinnuhjú eða fangi, á meðan hún beið aftöku sinnar. Við skoðum sögusviðið í Langadal, Vatnsdal, Vesturhópi og á Vatnsnesi. Ferðumst tvær aldir aftur í tímann og setjum okkur í spor þeirra sem lifðu þessa atburði. Gist í uppbúnum rúmum að Brekkulæk í Miðfirði. 1.d., föstud. Ekið að Brekkulæk í Miðfirði þar sem hádegishressing bíður hópsins. Ekið um söguslóðir í Langadal og Vatnsdal. Kvöldverður og sögustund að Brekkulæk. 2.d. Ekið að Illugastöðum á Vatnsnesi þar semNatan Ketilsson bjó. Hluti af smiðju hans stendur þar enn uppi. Hádegishressing á leiðinni. Þaðan ekið í Katadal og að Tjarnarkirkju þar sem jarðneskum leifum Agnesar var komið fyrir. Einnig stoppað við kirkjuna á Breiðabólstað og hjá Stóru-Borg í Vesturhópi. Sund á Hvammstanga. Kvöldverður og kvöldvaka að Brekkulæk. 3.d. Ekinn hringur umMiðfjörð og farið að Efra-Núpi í Núpsdal þar sem leiði Skáld-Rósu er. Einnig komið við á Bjargi. Á leiðinni til Reykjavíkur er komið við í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Verð : 65.000/70.000 Innifalið : Rúta, gisting, 2 x morgunmatur, 2 x hádegishressing og 2 x kvöldverður, sund og fararstjórn. SUÐURLAND H2 Vinnuhelgi í Þórsmörk 8.-10. maí. 3 dagar Verkstjórn : Halldór Hafdal Halldórsson. Brottför : Kl. 18 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Komdu og dveldu í Þórsmörk yfir helgi í skemmtilegri þriggja daga vinnuferð. Unnið verður við alls konar viðhald í og við skálann. Helgin snýst þó ekki bara um vinnu því það verður líka boðið upp á gönguferðir um nágrennið. Þátttakendur taka með sér vinnugleði og gott skap, föt, svefnpoka og mat fyrir dvölina, fyrir utan laugardagskvöldið þegar boðið verður í grillveislu. Verð : 15.000. Innifalið : Rúta, gisting, grillveisla og verkstjórn. STRANDIR H3 Hvítasunna á Ströndum: Göngu- og vinnuferð 29. maí-1. júní. 4 dagar Fararstjórn : Reynir Traustason. Verkstjórn: Halldór Hafdal Halldórsson. Mæting : Fyrir kl. 21, föstudaginn 29. maí á einkabílum að Valgeirsstöðum í Norðurfirði. Skemmtileg fjögurra daga vinnu- og gönguferð í Norðurfjörð á Ströndum yfir hvítasunnuhelgina. Þátttakendur mæta á eigin bílum í Norðurfjörð, gista frítt að Valgeirsstöðum og fá ókeypis grillveislu á hvítasunnudag. Unnið verður við að mála húsin að utan og lagfæra innanhúss auk þess sem settar verða upp stikur og vegprestar. Þátttakendur taka með sér vinnugleði og gott skap, föt, svefnpoka og mat fyrir dvölina fyrir utan sunnudagskvöldið þegar verður grillað. 1.d. föstud. Þátttakendur koma sér fyrir á Valgeirsstöðum. Verkfundur um kvöldið. 2.d. Málað og snyrt í nágrenni skálans. Vatnsmálum komið í lag. Settur upp vegprestur á Smalavegi. 3.d. Gengið á Kálfatinda og leiðin stikuð. Sund í Krossneslaug. Grillveisla að kveldi. 4.d. Frágangur. Heimsókn á Gjögur á heimleiðinni. Innifalið : Gisting, grillveisla og fararstjórn. Ókeypis og allir velkomnir en nauðsynlegt að skrá sig. 41

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==