Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020
HELGARFERÐIR VESTFIRÐIR Á gönguskíðum yfir Drangajökul með Ferðafélagi Ísfirðinga D E I L DA F E RÐ 30. maí-1. júní. 3 dagar Fararstjórn : Þröstur Jóhannesson. Brottför : Kl. 10 frá Mórillubrú í Kaldalóni. Gengið á skíðum frá Kaldalóni yfir Drangajökul og í Reykjarfjörð þar sem gist er í húsi í tvær nætur. Sjá nánar um ferð og bókun bls. 90. AUSTURLAND Sæludagar í Lónsöræfum með Ferðafélagi Austur-Skaftfellinga D E I L DA F E RÐ 10.-12. júlí. 3 dagar 1.d., föstud. Lagt af stað frá Höfn kl. 7. Ekið að Illakambi og gengið þaðan niður í Múlaskála. Fólk kemur sér fyrir í skálanum og svo er gengið umVíðibrekkusker. 6-7 klst. Hækkun 800 m. 2.d. Gengið inn að Tröllkrókum um Leiðartungur. 7- 8 klst. Hækkun 750 m. 3.d. Gengið frá Múlaskála fram Kamba að göngubrú við Eskifell og þaðan að Hnappadalsá sem þarf að vaða. Þaðan keyra bílar göngufólk niður á Höfn. 7 klst. Hækkun 800 m. Sjá nánar um ferð og bókun bls. 82. HÁLENDIÐ H4 Grænihryggur og Hattver: Litadýrð að Fjallabaki 17.-19. júlí. 3 dagar Fararstjórn : Örvar Þór Ólafsson. Brottför : Kl. 12 frá Landmannalaugum. Fyrir botni Jökulgils í Friðlandi að Fjallabaki er ósnortinn ævintýraheimur og sannkölluð öræfakyrrð. Gist er í tjöldum í Hattveri innan um litadýrðina, jökulárnar og jarðhitann. Svæðið er afar fáfarið og hefur lengi verið hulið flestum ferðamönnum. Vaða þarf jökulár og ganga eftir bröttum hryggjum þar sem lofthræðsla getur gert vart við sig. Bera þarf allan farangur á bakinu fyrsta og síðasta daginn. Krefjandi en heillandi öræfaferð. Áhugasömum er bent á árbók FÍ árið 2010 eftir Ólaf Örn Haraldsson sem fjallar ítarlega um svæðið. 1.d., föstud. Þátttakendur koma á eigin vegum í Landmannalaugar en þaðan er svo gengið um Brennisteinsöldu og upp að Stórahver. Stefnan tekin ofan í Jökulgil um fjárgötur á barmi hrikalegra og litríkra Hamragilja. Tjaldað á eyrinni í Hattveri, utan gróðurs. 6-7 klst. 2.d. Gengið að norðurjaðri Torfajökuls og haldið niður með Sveinsgili. Náttúruundur Grænahryggjar skoðuð. Vaðið yfir Jökulgilskvísl við furðumyndir Þrengsla og aftur heim í náttstað. 6-7 klst. 3.d. Tjöldin tekin upp og gengið upp örmjóan Uppgönguhrygg á Skalla, eitt besta útsýnisfjall að Fjallabaki. Gengið eftir Laugabarmi og komið í Landmannalaugar síðdegis. 5-6 klst. Verð : 28.000/33.000. Innifalið : Fararstjórn. HÁLENDIÐ H5 Umhverfis Langasjó: Sveinstindur - Fögrufjöll NÝTT 18.-20. júlí. 3 dagar Fararstjórn : Hjalti Björnsson. Brottför : Kl. 9 frá rótum Sveinstinds. Þriggja daga tjaldferð ummagnað náttúruundur í nágrenni Vatnajökuls. Auðveld og skemmtileg ganga m.a. um Fögrufjöll sem ganga víða með þverhníptum klettahöfðum fram í Langasjó. Falleg vötn og lón og 42
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==