Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020

HELGARFERÐIR eyjan Ást í Fagrafirði. Stórbrotið landslag sem kemur manni í snertingu við hið innra sjálf. 1.d., laugard. Það fer eftir veðri og skyggni hvort gengið er á Sveinstind í upphafi eða lok ferðar. Þennan dag er gengið meðfram vatninu að norðurenda þess. 15 km. 2.d. Gengið fyrir enda Langasjávar og að Útfallinu, afrennsli vatnsins sem fellur fram í fossi og liðast svo út í Skaftá. Þaðan er gengið í Grasver eða Fagrafjörð þar sem slegið verður upp tjöldum. 15 km. 3.d. Gengið um Fögrufjöll og til baka að Sveinstindi þar sem ferðin endar. 18 km. Verð : 23.000/28.000. Innifalið : Fararstjórn. HÁLENDIÐ H6 Fossaganga 1.-3. ágúst. 3 dagar Fararstjórn : Sigþrúður Jónsdóttir og Björg Eva Erlendsdóttir. Brottför : Kl. 8 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Skoðaðar náttúruperlur í Þjórsárdal og í óbyggðum á Gnúpverjaafrétti, stórfossar í Þjórsá og þverám hennar. Fagurt svæði sem er fáum kunnugt. Þátttakendur þurfa að geta gengið um brattlendi og á mjög ójöfnu undirlagi, að hluta til utan göngustíga. 1.d., laugard. Ekið að Stöng í Þjórsárdal og gengið að Gjánni og síðan á Stangarfell og inn Fossárdal að Háafossi. Komið að fossinum þar sem hann steypist fram af 122 m brún. Um 12 km og nokkuð bratt á köflum. Gisting og kvöldmatur í Hólaskógi. 2.d. Ekið að Bjarnarlækjarbotnum á Gnúpverjaafrétti og gengið að Kjálkaversfossi í Þjórsá. Farið um Loðnaver að Dalsá og upp með henni. Um 14 km. Gist í fábrotnum skála í Gljúfurleit. Kvöldmatur. 3.d. Ekið að Kóngsási og gengið að fossinumDynk, þaðan niður með Þjórsá umNiðurgöngugil, Ófærutanga að Gljúfurleitarfossi og að síðustu gengið upp með Geldingaá þar sem rútan bíður göngumanna. Um 13 km, brött gil og vaða þarf tvær ár. Áætluð koma til Reykjavíkur kl. 20. Verð : 50.000/55.000. Innifalið : Gisting, tvær kvöldmáltíðir, rúta og fararstjórn. AUSTURLAND Lónsöræfi með Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs D E I L DA F E RÐ 1.-3. ágúst. 3 dagar Fararstjórn : Þórdís Kristvinsdóttir. Ganga í stórkostlegu umhverfi um ein afskekktustu öræfi landsins. Litríkar og fjölbreyttar jarðmyndanir setja svip sinn á svæðið sem lætur engan ósnortinn. 1.d ., laugard. Ekið kl. 8 með rútu frá Egilsstöðum að Eyjabökkum. Þaðan er gengið í Geldingafell. 2.d. Gengið er frá Geldingafelli umVesturdal að Kollumúlavatni og gist í Egilsseli. 3.d. Gengið um vörðuðu leiðina að Sandvatni þaðan sem rúta flytur hópinn til Egilsstaða. Sjá nánar um ferð og bókun bls. 88. HÁLENDIÐ H7 Kerlingarfjöll: Átta tindar 14.-16. ágúst. 3 dagar Fararstjórn : Ævar og Örvar Aðalsteinssynir. Brottför : Kl. 18 á einkabílum frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Göngur um fjöll, jökla og hverasvæði. Stórkostlegt útsýni yfir miðhálendi Íslands. Þessi ferð er fyrir göngufólk sem vill aðeins meira. Fyrst er gengið um vestari hluta Kerlingarfjalla og síðan um eystri fjöllin. Ísöxi og jöklabroddar nauðsynlegur búnaður. Gist í tjöldum en góð aðstaða er á tjaldstæðinu. Þeir sem 43

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==