Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020

HELGARFERÐIR vilja geta keypt skálagistingu hjá ferðaþjónustu á staðnum. 1.d., föstud. Ekið í Kerlingarfjöll. Gist í Árskarði. 2.d. Ekið upp að neðri Hveradölum og gengið á Vesturfjöllin: Mæni, Ögmund, Hött og Röðul. Gengið um Hverabotn til baka í Hveradali. 17 km. Hækkun 1400 m. Kvöldvaka í fararstjóratjaldinu. 3.d. Ekið upp í Keis og gengið á Austurfjöllin: Fannborg, Snækoll, Snót og Loðmund. Styðjast þarf við öryggislínu upp brattan hjalla efst í Loðmundi. Haldið er til baka um Jökulkinn í bíla. 13 km. Hækkun 1100 m. Um kvöldið er ekið til Reykjavíkur. Verð : 35.000/40.000. Innifalið : Tjaldstæði og fararstjórn. Í þessari ferð verður gengið á fjóra af hundrað hæstu tindum landsins. Sjá nánar á bls. 19. H8 Óvissuferð: Eldri og heldri ferð NÝTT 29.-30. ágúst. 2 dagar Fararstjórn : Sigurður Kristjánsson. Brottför : Kl. 8 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Ekið út í óvissuna. Að venju veit enginn hvert leiðin liggur nema fararstjórinn. Verð : 42.000/47.000. Innifalið : Rúta, gisting, kvöldmatur, morgunmatur og fararstjórn. Á leið frá Múlaskála í Lónsöræfum niður í Austurskóga. Ljósmynd: Ólafur Már Björnsson. 45

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==