Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020
SUMARLEYFISFERÐIR VESTURLAND S1 Söguganga: Í þá verstöð kem ég aldrei. Á slóðum svarta víkingsins NÝTT 30. apríl-3. maí. 4 dagar Fararstjórn : Sigrún Valbergsdóttir. Sögufræðarar: Bergsveinn Birgisson og Halla Steinólfsdóttir. Mæting : Fyrir kl. 13 á einkabílum að Þurranesi á Skarðsströnd. Söguganga FÍ verður að þessu sinni á slóðumGeirmundar heljarskinns á Skarðsströnd og Fellsströnd sem þekktar eru úr hans knöppu sögu og eru einnig sögusvið bókarinnar Leitin að svarta víkingnum eftir Bergsvein Birgisson. Aðsetur sögugöngunnar er að Þurranesi á Skarðsströnd. Þar er góður matsalur og aðstaða fyrir sögustundir. Sameiginlegur matur er ekki innifalinn. 1.d. , fimmtud. Hópurinn kemur á eigin bílum að Þurranesi. Áður en lagt er af stað þaðan er stuttur inngangur í söguna. Ekið er áleiðis að eyðibýlinu Barmi og gengið þaðan um 4 km leið að Skarði með viðkomu hjá Illþurrku. Þar er talið að eiginkona Geirmundar sé grafin. Sögustund í Skarðskirkju. 2.d. Gengið upp hjá Kvennahóli upp með Fábeinsá að Fábeinsvötnum á Klofningi. Þaðan niður af Kjallaksstaðafjalli og niður að Kjallaksstöðum. 10 km. Hækkun 500 m. 3.d. Genginn Víðidalur inn að Víðihjalla og Hvarfsdalur til baka. 18 km. Hækkun 400 m. 4.d. Ekið út á Dagverðarnes og gengið þar um voga og nes. Sögulok og heimferð. Verð : 48.000/53.000. Innifalið : Gisting, fararstjórn og sögufræðsla. AUSTURLAND S2 Austanverður Vatnajökull: 14 tindar af hundrað hæstu NÝTT 28. maí-2. júní. 6 dagar Fararstjórn : Brynhildur Ólafsdóttir, Róbert Marshall og Þorvaldur Þórsson. Brottför : Kl. 9 með rútu frá Egilsstaðaflugvelli. Stórbrotin hájöklaferð þar sem ferðast er á gönguskíðummeð púlkur í eftirdragi og gengið á alls 14 tinda á svokölluðu Goðahnjúkasvæði í austanverðumVatnajökli. Verulega krefjandi leiðangur þar sem gist er í tjaldi á jökli, gengið á háa tinda og ferðast um sprungusvæði. Alls um 75 km og tæplega 4.000 m hækkun. Ferðaskipulagið mun óhjákvæmilega taka mið af veðri og aðstæðum á jöklinum og gert er ráð fyrir einum aukadegi til góða. Reynt verður að koma jökla- og skíðabúnaði, púlkum og einhverjummat fyrir í skála undir Geldingafelli á vormánuðum. Þátttakendur þurfa að hafa reynslu af vetrarferðalögum á skíðum eða taka námskeiðið Ferðast á gönguskíðum, sjá bls. 21. 1.d. , fimmtud. Ekið eins langt og komist verður að Geldingafelli og genginn síðasti spölurinn, líklega um 12 km. Í skálanum bíður farangur og hópurinn pakkar sér saman til skíðaferðalags og heldur áfram á skíðum upp á Lambatungnajökul þar sem tjaldað er fyrstu nóttina. 2.d. Gengið á fjóra tinda, Kverkfell, Þrasa, Grendil og Geldingarhnjúk áður en haldið er í Goðheima, lítinn jöklaskála sem verður bækistöð hópsins næstu tvær nætur. 3.d. Gengið á skíðummeð létta dagpoka á alls sex tinda, þrjá Lambatungnahnjúka, Þremil, Bjólf og Deili áður en haldið er aftur í Goðheima. 4.d. Farangri pakkað á púlkur og haldið á fjóra síðustu tindana, Goðahnjúka, Goðabungu, Goðaborg og Goðahnaus. Að því loknu er skíðað niður Lambatungnajökul og niður í enda Hoffellsdals þar sem sérútbúnir jeppar sækja fólk og búnað. 5.d. Aukadagur ef leiðangurinn þarf að halda kyrru fyrir vegna veðurs eða ef aðstæður eru slæmar. 6.d. Heimferðardagur. Strætó frá Höfn í Hornafirði til Egilsstaða eða Reykjavíkur, ekki innifalið í verði. Verð : 66.000/71.000. Innifalið : Rúta, skálagisting, flutningur á farangri og fólki ásamt fararstjórn. Í þessari ferð verður gengið á 14 af hundrað hæstu tindum landsins. Sjá nánar bls. 19. 47
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==