Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020

SUMARLEYFISFERÐIR STRANDIR S3 Undurfögru Drangaskörð NÝTT 17.-21. júní. 5 dagar Fararstjórn : Reynir Traustason og Guðrún Gunnsteinsdóttir. Mæting : Fyrir kl. 19, miðvikudaginn 17. júní á einkabílum að Valgeirsstöðum í Norðurfirði. Drangaskörð eru einhver fegurstu fyrirbæri íslenskrar náttúru þar sem þau standa við norðanverða Drangavík á Ströndum. Flestir hafa séð Drangaskörð en fæstir komist í námunda við þau. Í þessari ferð gefst fólki kostur á að upplifa Drangana og skörðin í návígi. 1.d. , miðvikud. Fólk kemur sér fyrir á Valgeirsstöðum. Stutt ganga umNorðurfjörð. 2.d. Siglt í Drangavík. Fólk er ferjað í land en farangurinn fluttur áfram að Dröngum. Gengið út með Dröngunum sunnanverðum og norður um Signýjargötuskarð. Haldið með skörðunum norðanverðum að Dröngum þar sem farangurinn bíður. Tjaldað og grillað. 9 km. 3.d. Gengið upp Húsadal að Neðra-Húsadalsvatni. Kíkt í náttúrulaug. Siglt aftur í Norðurfjörð. 12 km. 4.d. Gengið á Reykjaneshyrnu og byggðasafnið Kört heimsótt. Sjósund, kvöldvaka og kjötsúpa. 5.d. Haldið heimleiðis með viðkomu á Gjögri. Verð : 65.000/70.000. Innifalið : Gisting, sigling, kjötsúpa, aðgangur að Kört og fararstjórn. NORÐURLAND Raufarhöfn og nágrenni með Ferðafélaginu Norðurslóð NÝTT D E I L DA F E RÐ 22. -26. júní. 5 dagar Raufarhöfn við heimskautsbaug er þorp með mikla sögu og birtan er töfrandi á Melrakkasléttunni um Jónsmessuna. Gengið verður á tvo nyrstu tanga landsins og komið á söguslóðir Fóstbræðrasögu. 1.d. , mánud. Þátttakendur mæta á gististað á Raufarhöfn á Melrakkasléttu og koma sér fyrir. Kl. 20 er fundur með fararstjóra um dagskrá næstu daga. 2.d. Gengið meðfram höfninni á Raufarhöfn, að vitanum, um höfðann, upp að Heimskautsgerði, niður á Klifin, yfir Ásinn, niður að sjó og heim aftur. 10 km. Síldarsögur. 3.d. Nyrstu tangar landsins. Ekið út á Melrakkasléttu, gengið út á Hraunhafnartanga, ekið til vesturs og gengið út að Rifi á Rifstanga. 14 km. Fóstbræðrasaga og búskaparsaga. 4.d. Ekið suður fyrir Deildará og gengið upp með ánni, síðan fram Bæjarásinn, út á Hólshöfðann og meðfram sjónum að upphafsreit. 11 km. Fallegar flúðir og sjávarsýn. 5.d. Gengið út á Súlur sunnan Raufarhafnar. Komið við í Krókshöfn og Súlnahöfn. 7 km. Sjá nánar um ferð og bókun bls. 93. HORNSTRANDIR S4 Ylur og birta í Hornbjargsvita: Göngu- og vinnuferð 18.-22. júní. 5 dagar Fararstjórn : Halldór Hafdal Halldórsson, Ketill Hugi Halldórsson og Pétur Ásgeirsson. Mæting : Að kvöldi fimmtudagsins 18. júní á einkabílum að Valgeirsstöðum í Norðurfirði. Gist er í húsi FÍ að Valgeirsstöðum í Norðurfirði fyrstu nóttina. Kl. 9 daginn eftir er siglt til Látravíkur, ef aðstæður leyfa, annars í Hornvík þaðan sem gengið er í Hornbjargsvita. Skemmtileg ferð þar sem blandað er saman vinnu og útivist. Þátttakendur taka til hendinni og ganga í ýmis vorverk; mála, þrífa, smíða og undirbúa sumaropnun. Aðalvinnan felst í því að koma upp stiga og rennu ofan í fjöru til að flytja fólk, farangur og vistir til og frá. Halldór Hafdal, staðarhaldari í Hornbjargsvita, er öflugur veiðimaður og mokar upp aflanum á sjóstöng. Þátttakendur njóta góðs af því og fá án efa að smakka hans rómuðu fiskibollur. Á milli þess sem hlúð er að húsinu og umhverfi þess er 48

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==