Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020
SUMARLEYFISFERÐIR farið í stuttar gönguferðir, gjarnan á sjálft Hornbjarg og Kálfatinda. Verð : 40.000. Innifalið : Sigling, gisting, allur matur í Hornbjargsvita og fararstjórn. VESTFIRÐIR S5 Barðaströnd og hreppur NÝTT 18.-21. júní. 4 dagar Fararstjórn : Elva Björg Einarsdóttir. Mæting : Fyrir kl. 20, fimmtudaginn 18. júní á einkabílum að samkomuhúsinu Birkimel á Barðaströnd. Gönguferð um fáfarnar slóðir á Barðaströnd. Gengið um skóglendi, heiðar og fjörur á miklum sagnaslóðum. Gist í samkomuhúsinu Birkimel en þar er aðstaða til eldunar, borðhalds og samveru. Sundlaug er á svæðinu. Fararstjóri er frá Barðaströnd og hefur skrifað göngubók um svæðið. 1.d. fimmtud. Fólk kemur sér fyrir á Birkimel. Kl. 20 er fundur og línur lagðar fyrir næstu daga. 2.d. Gengið í hring út frá Birkimel um Leikvöll og Mórudal á Fossheiði. Leiðin liggur meðal annars um skóglendi og óljósa götu þar sem sagan hvílir í hverju fótataki. 17 km. Hækkun 450 m. 3.d. Barðaströndin hálf. Gengið eftir ströndinni á gulum sandi. Nesoddar, víkur og vaðlar eltir frá Seftjörn að Birkimel. 18-20 km. 4.d. Tvær stuttar hringgöngur. Annars vegar um Smiðjukleifar og Lambagil í Vatnsfirði þar sem gengið er upp með fallegri fossaröð, um gróinn birkiskóg og meðframVatnsdalsvatni. Hins vegar umHörgsnes sem er magnaður útsýnisstaður. Samtals 11 km. Hækkun 250 m. Verð : 28.000/33.000. Innifalið : Gisting og fararstjórn. STRANDIR S6 Himinblá heiðarvötn NÝTT 1.-6. júlí. 6 dagar Fararstjórn : Reynir Traustason. Mæting : Fyrir kl. 20, miðvikudaginn 1. júlí á einkabílum að Valgeirsstöðum í Norðurfirði. Tjaldferð um virkjanasvæði Hvalárvirkjunar. Þátttakendur skoða vötnin og fossana sem í dag eru gullfalleg náttúruundur en munu ýmist hverfa eða taka miklum breytingum ef af fyrirhuguðum virkjanaáformum verður. Ferðamaðurinn fær að kynnast kyrrð heiðanna og himinbláum vötnunum. Þá liggur leiðin meðfram gullfossum Eyvindarfjarðar. Gengið með allt á bakinu í fjóra daga, gist í tjaldi í þrjár nætur og í húsi FÍ að Valgeirsstöðum í tvær nætur. 1.d. miðvikud. Þátttakendur koma sér fyrir á Valgeirsstöðum. Fundur um kvöldið. 2.d. Siglt í Eyvindarfjörð og gengið upp með Eyvindaránni. Tjaldað í grænni lautu. 3.d. Gengið að Hvalárvötnum og tjaldað á eiði inni á milli vatnanna. 4.d. Gengið að Vatnalautarvötnum og tjaldað. 5.d. Gengið með vötnunum, inn heiðina og niður í Ingólfsfjörð. Sund í Krossneslaug. Kvöldvaka og kjötsúpa að kveldi. Gist á Valgeirsstöðum. 6.d. Frágangur. Heimsókn í kirkjur svæðisins og byggðasafnið Kört í Árnesi fyrir heimför. Verð : 60.000/65.000. Innifalið : Gisting, sigling, kjötsúpuveisla, aðgangur að Kört og fararstjórn. AUSTURLAND S7 Jógaferð í Lónsöræfi 2.-5. júlí. 4 dagar Fararstjórn : Edith Gunnarsdóttir, Gróa Másdóttir og Jón Bragason. Brottför : Kl. 9 á sérútbúnum jeppum frá tjaldstæðinu á Höfn í Hornafirði. 49
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==