Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020
ÁVARP FORSETA FÍ HÁLENDISÞJÓÐGARÐUR Stjórn Ferðafélags Íslands styður að hálendi Íslands verði friðlýst og gert að þjóðgarði enda sé markmiðið með friðlýsingunni að vernda náttúru hálendisins, s.s. landslag, lífríki, jarðmyndanir og menningarminjar. Friðlýsingunni er jafnframt ætlað að tryggja almenningi aðgang að svæðinu til útivistar til að kynnast og njóta náttúru svæðisins, menningu þess og sögu. Í þjóðgarðinum er einnig stefnt að því að veita fræðslu um náttúru og náttúruvernd, sögu, mannlíf og menningarminjar svæðisins og stuðla að rannsóknum til að efla þekkingu á þessum þáttum. Náttúrufyrirbæri og náttúrufegurð hafa gjarnan verið tekin sem sjálfsagðir hlutir. Með vaxandi straumi ferðamanna og aukinni umhverfisvitund hefur skilningur landsmanna aukist á því hversu mikil áþreifanleg verðmæti eru fólgin í því að hafa aðgang að náttúru Íslands. Jafnframt verður æ ljósara að hætta er á að einstakir staðir eða svæði sem skipta þjóðina miklu máli tilfinningalega og efnahagslega gætu legið undir skemmdum. Þetta hefur orðið til þess að vaxandi skilningur er á því að lítt snortin náttúra landsins flokkast undir takmörkuð gæði semmikilvægt er að huga betur að. Með nýjum kynslóðum koma nýjar áherslur á að náttúruna beri að vernda og nýta með þeim hætti að hún njóti vafans. Þessi markmið falla vel að lögum og meginmarkmiðum Ferðafélags Íslands sem er að stuðla að ferðalögum um landið og greiða fyrir og vekja áhuga Íslendinga á landinu, náttúru þess og sögu og efla vitund um nauðsynlega varfærni í samskiptummanns og náttúru, góða umgengni og vernd náttúrunnar. Ferðafélag Íslands hefur lagt mikið af mörkum á þessu sviði. Ferðafélag Íslands hefur lengi starfað á miðhálendi Íslands og telur mikilvægt að tryggt sé að víðtækt samráð og samvinna sé við ferða- útivistar- og sveitarfélög sem og alla aðra aðila semmunu starfa innan þjóðgarðsins. Með ferðafélagskveðju, Ólafur Örn Haraldsson forseti Ferðafélags Íslands ... áþreifanleg verðmæti eru fólgin í því að hafa aðgang að náttúru Íslands. 5
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==