Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020
SUMARLEYFISFERÐIR Jógaferð um Lónsöræfi og Stafafellsfjöll í samstarfi við Grænar ferðir. Áhersla á grænan lífsstíl og jóga en Edith og Gróa eru báðar jógakennarar. Gist í Múlaskála í þrjár nætur. 1.d. , fimmtud. Ekið á Illakamb og þaðan gengið í Múlaskála. Gengið um nærumhverfið og farið í jóga. 2.d. Mjúkar jógaæfingar til að undirbúa okkur fyrir göngu dagsins. Gengið upp Flumbrugil og ofan í Víðidal þar sem litadýrð er mikil. 3.d. Mjúkar jógaæfingar áður en gengið er að Tröllakrókum og þessi undrasmíði náttúrunnar skoðuð frá öllum hliðum. Gengið fram á brúnir Víðidals þar sem tækifæri gefst til að rifja upp nokkrar skemmtilegar sögur af íbúum dalsins. 4.d. Gengið á Illakamb og ekið á Höfn þar sem ferðinni lýkur. Undirbúningsfundur : Miðvikudaginn 10. júní kl. 20 í risi FÍ, Mörkinni 6. Verð : 77.000/83.000. Innifalið : Akstur, gisting, jóga og fararstjórn. VESTFIRÐIR S8 Árbókarferð um Rauðasand, Látrabjarg og nágrenni NÝTT 2.-5. júlí. 4 dagar Fararstjórn : Gísli Már Gíslason og Ólafur B. Thoroddsen. Brottför : Kl. 9 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Sögusviðið er Rauðisandur, Útvíkur og Patreksfjörður. Hvergi á landinu er meiri sjófuglabyggð en í Látrabjargi og útgerð frá Útvíkum var með mesta móti þar til þilskip komu til sögunnar. Patreksfjörður reis sem útgerðarveldi í lok 19. og í upphafi 20. aldar og togaraútgerð hófst þar snemma. Rauðisandur var aðsetur höfðingja allt frá miðöldum og varð hann einnig þekktur af Sjöundármálunum, morðmáli frá 1802. Þetta er mikil náttúruskoðunar- og söguferð þar sem ferðast er með höfundum árbókar FÍ um Rauðasandshrepp hinn forna og Eyrar. Gist í uppbúnum rúmum á Hótel Breiðuvík. 1.d. , fimmtud. Ekið frá Reykjavík til Breiðuvíkur. Saga Breiðuvíkur og Breiðuvíkurheimilisins kynnt og fyrir þá sem treysta sér, verður gengið niður í Breiðuvíkurver, um 2 klst. gangur fram og til baka. Þar eru minjar um útgerð mjög heillegar, enda var dvalist í verinu fram á miðja 20. öld. 2.d. Ekið að Hvallátrum og Bjargtöngum. Gengið um verstöðina á Brunnum í Látravík og frá Bjargtöngum upp á Stefnið en þar í Ritugjá verpir fjöldi bjargfugla. Minjar um sjósókn skoðaðar í Látravík. Mögulega ekið inn Keflavíkurbjarg frá Látrahálsi og bjargið skoðað þar sem það er hæst. 3.d. Ekið í Kollsvík og verstöðin og aðrar gamlar minjar skoðaðar. Þaðan er ekið á Rauðasand, Saurbær og Saurbæjarkirkja skoðuð. Komið við í franska kaffihúsinu í Kirkjuhvammi og ekið að Melanesi. Þaðan er um hálftíma gangur að Sjöundá og verður sögusvið Sjöundármála skoðað. Komið við í Sauðlauksdal á leiðinni til baka til Breiðuvíkur. 4.d. Ekið til Reykjavíkur. Komið verður við á Patreksfirði og bærinn, saga hans og helstu húsa kynnt. Verð : 110.000/115.000. Innifalið : Rúta, gisting í 3 nætur, morgunmatur, kvöldverður síðasta kvöldið og fararstjórn. HÁLENDIÐ S9 Andstæður elds og íss og fjalladrottningin: Kverkfjöll og Herðubreið 2.-5. júlí. 4 dagar Fararstjórn : Tómas Guðbjartsson. Brottför : Kl. 12 á einkabílum (jeppum) frá skrifstofu Ferðafélags Akureyrar, Strandgötu 23. Einhverjar hrikalegustu andstæður elds og íss á Íslandi er að finna í Kverkfjöllum í norðanverðum Vatnajökli, skammt frá eldstöðinni í Bárðarbungu og Holuhrauni. Þetta er einstakt svæði sem fáir hafa augum litið. Ekki langt frá er drottning íslenskra fjalla, Herðubreið 1682 m, en ganga á hana er stórkostleg 50
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==