Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020
SUMARLEYFISFERÐIR upplifun. Þátttakendur taka með sér mannbrodda, ísöxi, gönguhjálm og göngubelti. 1.d. , fimmtud. Ekið umMývatn í Herðubreiðarlindir. Gengið um þessa einstöku gróðurvin við rætur Herðubreiðar áður en ekið er áfram suður að Dyngjufjöllum og gist í skála í Drekagili. Um kvöldið er gengið inn að fossi við enda Drekagils eða ekið að Holuhrauni og fossinn Skínandi í Svartá skoðaður. 2.d. Ekið frá Dreka í gegnum úfin hraun að rótumHerðubreiðar á móts við Kollóttudyngju. Gengið upp á tind Herðubreiðar í gegnum skriður og brött klettabelti. Að lokinni 5-6 klst. göngu er ekið að Sigurðarskála í Kverkfjöllum, þar sem gist er í tvær nætur. Kvöldganga er á Virkisfell, 1108 m, þar sem í góðu veðri má fylgjast með sólinni síga til viðar bak við Dyngjufjöll og Herðubreið. 3.d. Keyrt inn að íshellunum við Kverkjökul og þeir skoðaðir. Gengið á mannbroddum yfir Kverkjökul og þaðan á snjó svokallaða Löngufönn upp í Efri-Hveradal, 1760 m. Þar er eitt stórkostlegasta jarðhitasvæði á Íslandi þar sem sjóðandi gufa mætir jökulís. Óviðjafnanlegt útsýni þar semHerðubreið og Snæfell eru í aðalhlutverki en einnig gosstöðvarnar í Holuhrauni. Sama leið til baka. 10 klst. 4.d. Ekið í Hvannalindir. Stutt ganga og svo ekið áfram til Akureyrar umMöðrudal. Verð : 45.000/50.000. Innifalið : Gisting og fararstjórn. Í þessari ferð verður gengið á tvo til þrjá af hundrað hæstu tindum landsins. Sjá nánar á bls. 19. SUÐURLAND S10 Núpsstaðarskógar - Skeiðarárjökull - Skaftafell 4.-7. júlí. 4 dagar Fararstjórn : Ævar og Örvar Aðalsteinssynir. Brottför : Kl. 9 með rútu frá Þjónustumiðstöðinni í Skaftafelli. Krefjandi bakpokaferð úr Núpsstaðarskógum yfir í Skaftafell. Gengið upp með Núpsárgljúfrum að Grænalóni þar sem stórbrotið nágrennið er kannað. Skeiðarárjökull þveraður og haldið yfir í vestanverð Skaftafellsfjöllin, niður í Bæjarstaðarskóg og í Skaftafell. Jöklabroddar nauðsynlegir. 1.d. , laugard. Gengið í gegnumNúpsstaðarskóga, upp með Núpsá sem fellur víða í hrikalegu gljúfri. Tjaldað í Blómagili í fallegum heiðargróðri. 13 km. 2.d. Leiðin liggur um heiðalönd inn að Grænalóni og Jökuláin vaðin. Tjaldað í Grænafjalli á sléttum hjalla með útsýni yfir Skeiðarárjökul og Grænalón. 14 km. 3.d. Nú liggur leiðin yfir Skeiðarárjökul. Gengið á missprungnum ís, yfir sandgarða og sanddrýli. Komið af jökli í Norðurdal í Skaftafellsfjöllum og tjaldað undir snarbröttum tindum Færineseggja á tjaldstað sem er engu líkur með óviðjafnanlegu útsýni yfir stórbrotna jöklaveröld. 20 km. 4.d. Lagt á brattann um fáfarna slóða Skaftafellsfjalla, um Blátind, 1177 m, og niður í gróandann í Bæjarstaðarskógi, áfram yfir Morsárdal og í Skaftafell. 17 km. Undirbúningsfundur: Mánudaginn 29. júní kl. 18:30 í risi FÍ, Mörkinni 6. Verð : 49.000/54.000. Innifalið : Akstur úr Skaftafelli í Núpsstaðarskóga og fararstjórn. HORNSTRANDIR S11 Fimm víkna ganga: Frá Meleyri til Hesteyrar NÝTT 5.-11. júlí. 7 dagar Fararstjórn : Bragi Hannibalsson og Sigríður Lóa Jónsdóttir. Mæting : Kl. 8 á bryggjuna í Bolungarvík. Í þessari vikulöngu ferð er gengið í fimm víkur; Hlöðuvík, Hælavík, Kjaransvík, Fljótavík og Aðalvík og hugsanlega þá sjöttu, Rekavík bak Höfn. Við kynnumst Hælavíkurbjargi og sjáum þaðan til Hornbjargs en þetta eru tvö af þremur mestu fuglabjörgum landsins. Svefnpokagisting í húsummeð góðri aðstöðu. Fólk kemur sjálft með mat fyrir fyrri hluta ferðarinnar eða þar til komið er í Fljótavík. Sameiginlegur matur í 51
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==