Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020
SUMARLEYFISFERÐIR leiðarhnjúkanna Steingríms og Eiðs, þaðan niður í Svarfdælaskarð og ofan í botn Skíðadals, niður Almenning og allar götur í Stekkjarhús. Gist að Tjörn. 16 km. 9-10 klst. Lækkun 1010 m. 7.d. Heimferðardagur. Verð : 110.000/115.000. Innifalið : Gisting, 6x morgunverður, 5x nesti, 4x kvöldmáltíð og fararstjórn. Í þessari ferð verður gengið á átta til níu af hundrað hæstu tindum landsins. Sjá nánar á bls. 19. HORNSTRANDIR S13 Hinar einu sönnu Hornstrandir 9.-12. júlí. 4 dagar Fararstjórn : Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir. Mæting : Kl. 8 á bryggjuna í Bolungarvík. Á Hornströndum renna haf og himinn saman í stórbrotinni fegurð og dulúð. Í þessari ferð byrjar ævintýrið með siglingu inn í Jökulfirði og heldur áfram þegar gengið er yfir í Hornbjargsvita, um hið mikla Hornbjarg og blómskrúðið í Hornvík. Stórbrotin fegurð blasir alls staðar við. Ekki spillir hin litríka og sérstæða mannlífssaga sem gefur gönguferðum um friðlandið enn meira gildi. Gist er í þrjár nætur í Hornbjargsvita og dvalið við náttúruskoðun og gönguferðir. Sameiginlegur matur, fyrir utan nesti fyrsta daginn. Þátttakendur hafa með sér svefnpoka og fatnað til ferðarinnar sem þeir bera frá Lónafirði yfir í Hornbjargsvita í upphafi ferðar, og frá Hornbjargsvita yfir í Veiðileysufjörð í lok ferðar. Fremur erfið þriggja skóa ferð, langar dagleiðir, talsverð hækkun og víða grýttar slóðir. Nauðsynlegt að vera í góðu formi og gott að miða við að geta farið upp að Steini í Esju á um klukkutíma. 1.d. , fimmtud. Siglt í Lónafjörð í Jökulfjörðum þaðan sem þátttakendur ganga með allan farangur, fyrir utan mat, yfir Snókaheiði og í Hornbjargsvita. 14 km. Hækkun 500 m. 2.d. Gengið á Hornbjarg og ef til vill Kálfatind. Til baka um Almenningaskarð. 14 km. Hækkun 1000 m. 3.d. Gengið umHrollaugsvík og Bjarnarnes, með áherslu á lífríki Hornstranda. 13 km. Hækkun 400 m. 4.d. Gengið um Kýrskarð yfir í Hornvík þar sem vaða þarf Hafnarósinn. Síðan umHafnarskarð yfir í Veiðileysufjörð þar sem báturinn bíður. 17 km. Hækkun 800 m. Verð : 103.000/108.000. Innifalið : Sigling, gisting, fullt fæði og fararstjórn. NORÐURLAND Öxarfjörður út og suður með Ferðafélaginu Norðurslóð D E I L DA F E RÐ 13.-17. júlí. 5 dagar Gengið frá fjöru til fjalla, um núpa, gil og gljúfur. Gist er á farfuglaheimili á Kópaskeri í fjórar nætur. Ekki er gert ráð fyrir sameiginlegummat fyrsta kvöldið en góð eldunaraðstaða er á farfuglaheimilinu. 1.d. , mánud. Mæting á Farfuglaheimilið á Kópaskeri þar sem þátttakendur koma sér fyrir. Fræðslufundur kl. 20 þar sem farið er yfir dagskrá næstu daga. 2.d. Gengið út að Snartarstaðanúp, umGrímshöfn, Vörsluvík og fleiri víkur, með viðkomu í Kópaskersvita. Yfir Núpinn og ofan í Hvalvík. Síðan ekið að Núpskötlu og gengið á Rauðanúp. 15 km. 3.d. Menningar- og fræðslurölt á Kópaskeri og næsta nágrenni. Byggðasafnið og Skjálftasetur heimsótt og gengið um Kópaskersmisgengið. 8 km. 4.d. Gengið um fallegar fjörur að Naustárfossi og upp með Naustánni. Gengið í Klaufargerði og fræðst um kumlið sem fannst þar í grenndinni. Síðan um Svelting í Buðlungahöfn. 10 km. 5.d. Eftir heimsókn í Hallveigarlund verður gengið uppmeð Jökulsá að austan, umBorgirnar upp aðGloppu. Ofan í gljúfrin og upp úr þeim aftur. Fáfarnar slóðir í ævintýralegu umhverfi Jökulsárgljúfra. 8 km. Sjá nánar um ferð og bókun bls. 94. 53
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==