Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020

SUMARLEYFISFERÐIR STRANDIR S14 Strandaperlur í Kollafirði og Bitru NÝTT 15.-19. júlí. 5 dagar. Fararstjórn : Jónína Pálsdóttir. Mæting : Að kvöldi miðvikudagsins 15. júlí á einkabílum að farfuglaheimilinu Broddanesi. Á Ströndum leynast margar náttúruperlur og fallegar gönguleiðir. Í ferðinni verður farið í dagsferðir frá fjöru til fjalla í Kollafirði og Bitrufirði í Strandabyggð. Gist er á farfuglaheimilinu Broddanesi sem stendur yst við sunnanverðan Kollafjörð. Húsnæðið var byggt fyrir grunnskóla sveitarinnar, Broddanesskóla, en var breytt í gistiaðstöðu þegar skólahald hætti. Á Broddanesi er falleg fjara með miklu fuglalífi og selir í sjónum. Sameiginlegur matur er ekki innifalinn í verði. 1.d. , miðvikud. Farþegar koma á eigin vegum á gististað og koma sér fyrir. Kvöldspjall og fjöruganga. 2.-4.d. Dagsgöngur eftir veðri alla dagana. Val er um eftirtaldar gönguleiðir: - Gengið frá gististað að Broddadalsá og þaðan fyrir Stiga (fjaran milli Kollafjarðar og Bitrufjarðar) að bænum Skriðnesenni. Síðan haldið á brattann og gengið yfir Ennishöfða til baka. - Ekið að Steinadalsheiði í Kollafirði. Gengið á Nónfjall, 564 m norðan við Steinadal. - Ekið yfir Ennisháls og inn Krossárdal í Bitrufirði. Gengið á Haugbjörg og þaðan niður í Mókollsdal. - Ekið að Gröf í Bitrufirði og gengin gömul þjóðleið um Bitruháls að Stóra-Fjarðarhorni í Kollafirði. 5.d. Ekið frá Broddanesi, stoppað við Kollafjarðarnes og gengið í Drangavík, drangarnir skoðaðir og sagan af tröllunum rifjuð upp. Verð : 38.000/43.000. Innifalið : Gisting og fararstjórn. NORÐURLAND S15 Skriður og skörð í Fjallabyggð NÝTT 16.-19. júlí. 4 dagar Fararstjórn : Björn Z. Ásgrímsson. Mæting : Kl. 21, fimmtud. 16. júlí á einkabílum að Hótel Sigló. Gengið í þrjá daga með allt á bakinu um krefjandi og brattar gönguleiðir yst á Tröllaskaga sem eru söguslóðir bókar Hallgríms Helgasonar, Sextíu kíló af sólskini. Fjölbreyttar og fallegar leiðir frá hæstu fjallshryggjum að fjöruborði. Fjölskrúðugt fuglalíf á leiðinni og mögnuð saga frá fyrri tíð. Fararstjóri er höfundur nýútkominnar göngubókar um svæðið, Fjallabyggð og Fljót . 1.d. , fimmtud. Hópurinn hittist kl. 21 á Hótel Sigló þar sem farið verður yfir göngur næstu daga. Þátttakendur gista á eigin vegum þessa fyrstu nótt áður en gangan hefst. 2.d. Ekið á einkabílum að Ráeyri í botni Siglufjarðar. Gengið þaðan út með ströndinni að austanverðu og áfram umNesskriður til Sigluness. Saga staðarins rifjuð upp og litið á mannvistarleifar. Síðan er gengið inn Nesdal um Pútuskörð til Héðinsfjarðar og tjaldað við Sandvelli í botni fjarðarins. 20 km. 8-9 klst. Hækkun 500 m. 3.d. Gengið frá Sandvöllum út með Héðinsfirði að austanverðu með Víkurströnd í átt að Músardal. Ef aðstæður leyfa verður gengin fjaran undir hinum hrikalegu Hvanndalaskriðum, fyrir forvaða og kletta í átt til Hvanndala, annars yfir Víkurbyrðu, 800 m. Tjaldað við tóftir eyðibýlis Hvanndala. Litast um í Hvanndölum og sagt frá lífsbaráttu fyrri tíma í einu hrikalegasta byggðarlagi landsins. Leitað að lífgrösum í Ódáinsakri. 10-14 km. 6-8 klst. Hækkun 100/800 m. 4.d. Haldið frá Hvanndölum áleiðis til Ólafsfjarðar. Gengið yfir í Sýrdal um Selskál og þaðan þrætt upp Gjána á Hvanndalabjargið sem er hæsta standberg við sjó á Íslandi með gríðarfallegu útsýni. Síðan er gengið niður í Fossdal og að lokum að Kleifum í Ólafsfirði þaðan sem hópnum er ekið aftur að bílum við Ráeyri í Siglufirði. 11 km. 6-7 klst. 600 m hækkun. Verð : 25.000/30.000. Innifalið : Akstur frá Ólafsfirði til Siglufjarðar og fararstjórn. 54

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==