Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020
SUMARLEYFISFERÐIR STRANDIR S16 Reykjarfjörður og nágrenni NÝTT 16.-20. júlí. 5 dagar Fararstjórn : Ólöf Sigurðardóttir og Jón Örn Guðbjartsson. Mæting : Fyrir kl. 18 á einkabílum að Valgeirsstöðum í Norðurfirði. Bækistöðvarferð þar sem siglt er í hinn dásamlega Reykjarfjörð á Ströndum og gist þar í 3 nætur. Gengið um nágrennið með léttar byrðar á daginn og lúin bein hvíld í heitri laug og potti á kvöldin. Svefnpokagisting í húsi. Sameiginlegur matur er ekki innifalinn í verði. Nóttina áður en siglt er í Reykjarfjörð er gist í húsi FÍ að Valgeirsstöðum í Norðurfirði. 1.d. , fimmtud. Þátttakendur koma að Valgeirsstöðum. Um kvöldið er fundað um skipulag næstu daga. 2.d. Siglt frá Norðurfirði í Reykjarfjörð. Eftir að hópurinn hefur komið sér fyrir er farið í göngu um svæðið undir leiðsögn heimamanns. 3.d. Gengið í Þaralátursfjörð, á Hvítsanda og um Kerlingarvík til baka. 4-5 klst. 4.d. Gengið um Sigluvík á Geirólfsnúp. 6-7 klst. Hækkun 332 m. 5.d. Létt ganga ef tími vinnst til áður en siglt er til baka í Norðurfjörð. Verð : 80.000/85.000. Innifalið : Sigling, gisting, söguganga og fararstjórn. VESTFIRÐIR S17 Eyðibyggðir Arnarfjarðar NÝTT 17.-19. júlí. 3 dagar Fararstjórn : Bragi Hannibalsson og Sigríður Lóa Jónsdóttir. Brottför : Kl. 9:30 á einkabílum frá Flókalundi á Barðaströnd. Gengið umægifagrar eyðibyggðir og miklar sagnaslóðir með viðlegubúnað á bakinu. Leiðin liggur að mestu eftir gömlum kindagötummeðfram sjó og að litlu leyti í fjöru. Sáralítil hækkun. Gist í tjöldum. 1.d. , föstud. Sameinast í bíla og ekið í botn Trostansfjarðar þar sem gangan hefst. Gengið út á Ófærunes og inn í botn Geirþjófsfjarðar þar sem verður tjaldað á fögrum, runnagrónum árgrundum. 16-17 km. Kvöldganga að Einhamri þar semGísli Súrsson var veginn. 2.d. Gengið út með Geirþjófsfirði alla leið út á Langanes og inn að mynni Hokinsdals þar sem tjaldað er í skjólsælu gili. Um 19 km. Kvöldganga að eyðibýlinu Hokinsdal. 6 km. 3.d. Gengið inn með Arnarfirði umMosdal að Dynjanda þar sem göngu lýkur. 16 km. Verð : 25.000/30.000. Innifalið : Fararstjórn. NORÐURLAND S18 Fjallaferð í Fjörður NÝTT 18.-20. júlí. 3 dagar Fararstjórn : Hermann Gunnar Jónsson. Mæting : Kl. 9:30 á einkabílum við Grunnskóla Grenivíkur. Þriggja daga krefjandi bækistöðvarferð um eyðibyggðir þar sem kyrrðin, fjöllin, fjölbreyttur gróðurinn og saga horfinnar byggðar umlykur hverja þúfu. Sólin hnígur varlega í hafið áður en hún hefur sig þaðan upp að nýju. Hópurinn er fluttur í Fjörður á sérútbúnum bíl og dvalið í góðri aðstöðu á Þönglabakka í Þorgeirsfirði. Þaðan er skottast um umhverfið og nálæg fjöll með léttar byrðar. Fararstjórinn er frá Grenivík og hefur skrifað göngubók um svæðið. 1.d. , laugard. Stutt kaffispjall um dagskrá komandi daga áður en hópurinn er fluttur út Leirdalsheiði að Kaðalstöðum í Hvalvatnsfirði. Gengið með létta poka beina stefnu upp suðvestur öxl Bjarnarfjalls þar til toppi er náð í 755 m hæð þaðan sem gott er að virða fyrir sér veröldina. Til baka er gengið um Sandskarð, 55
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==