Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020
SUMARLEYFISFERÐIR niður í Kaðaldal og aftur að Kaðalstöðum. Þar eru fullar byrðar axlaðar og gengið með allan búnað eina 5 km í Þönglabakka í Þorgeirsfirði þar sem hópurinn kemur sér vel fyrir til tveggja nátta. 11 km. Hækkun 900 m. 2.d. Eftir hafragraut og gott kaffi er haldið vestur að Botni eða Hóli þar sem fjallganga dagsins hefst. Annað hvort gengið á Lágu-Þóru, 794 m eða Háu-Þóru, 754 m. Á niðurleið er gengið um Blæjuna sem er unaðsstaður fullur af kyrrð og ró. Þaðan er haldið um Blæjukamb, Mígindiskamb og Fögrudali aftur að Þönglabakka. 14 km. Hækkun 850 m. 3.d. Eftir rólegan morgun, pökkun og frágang er gengið austur yfir Hálsana þar sem bíllinn bíður til að flytja hópinn aftur inn á Grenivík. Þar er tekin um klukkustundarlöng ganga á Þengilhöfða áður en farið er í sund og út að borða að ferðalokum. 9 km. Hækkun 400 m. Verð : 35.000/40.000. Innifalið : Akstur í upphafi og við lok ferðar, gisting og fararstjórn. HORNSTRANDIR S19 Hlöðuvík: Bækistöðvarferð 18.-21. júlí. 4 dagar Fararstjórn : Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir og Sigurður Pétursson. Mæting : Kl. 9 á bryggjuna í Bolungarvík. Gengið um harðbýlar slóðir við nyrstu víkur Sléttuhrepps þar sem fólk tókst á við harðneskjuleg náttúruöfl fyrr á tímum. Í Hælavík fæddist skáldkonan Jakobína Sigurðardóttir sem skrifað hefur endurminningar frá bernskuárum sínum þar og lýst lífsbaráttu fólksins á þessum slóðum. Dvalið er í Búðum í Hlöðuvík og þaðan gengnar leiðirnar yfir skörðin sem fólk fór milli víkna og fjarða fyrr á tíð. Um leið drögum við að okkur andrúmsloft liðinna tíma og njótum einstæðrar náttúrufegurðar. Fólk gistir á eigin vegum nóttina fyrir brottför. 1.d. , laugard. Siglt í Hlöðuvík þar sem hópurinn kemur sér fyrir í Búðum. Síðdegis er gengið yfir í Kjaransvík og vaðið yfir Hlöðuvíkurós á leiðinni. Alls 7 km. 3-4 klst. 2.d. Gengið upp bæjarfjallið í Hlöðuvík um Skálarkamb og yfir í Hælavík á Hælavíkurbjarg þaðan sem horft er yfir Hornvík. Brúnum fylgt inn með Hælavíkinni til baka. Alls 18 km. 8-10 klst. 3.d. Gengið upp í Hlöðuvíkurskarð umHlöðuvíkurós sem þarf að vaða. Úr skarðinu sést yfir í Veiðileysufjörð. Alls 10-12 km. 5-6 klst. 4.d. Rólegur dagur. Ef tími og veður leyfir verður gengið með fjörunni út að Ófæru til fundar við seli og refi sem gjarnan fylgja ferðalöngum á þessum slóðum. 1-2 klst. Frágangur og sigling til baka. Verð : 76.000/81.000. Innifalið : Sigling, gisting í þrjár nætur og fararstjórn. HÁLENDIÐ S20 Þjórsárver: Náttúruperla á heimsvísu 18.-22. júlí. 5 dagar Fararstjórn : Tryggvi Felixson. Brottför : Kl. 5 að morgni með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Heimsókn í hin töfrandi Þjórsárver að hjarta landsins. Gist í tjöldum. Vaðskór nauðsynlegir. 1.d. , laugard. Ekið að mótumHreysiskvíslar og Þjórsár. Vaðið ofarlega yfir Þjórsárkvísl. Gengið að Arnarfelli og tjaldað. 10-12 km. Ferðin lengist um 4 km ef fara þarf yfir upphafskvíslar Þjórsár á jökli. Kvöldganga þangað semMúlajökull og Kerfjallið mætast og Innri-Múlakvísl sprettur fram. 2.d. Gengið á Arnarfell hið mikla, 1137 m, og víðar ef veður og kraftar leyfa. Ef ekki viðrar til fjallgöngu verður hugað að gróðurfari í Arnarfellsbrekkum sem eru rómaðar fyrir fjölbreyttan og fagran gróður. 56
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==