Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020

SUMARLEYFISFERÐIR 3.d. Tjöld tekin upp árla morguns til að ná yfir árnar snemma dags. Gengið með allan farangur eftir Arnarfellsmúlum framan við Múlajökul. Múlarnir eru vel grónir og þar eru fornar reiðgötur. Á þessum slóðum bjuggu Eyvindur og Halla. Á leiðinni eru kvíslar sem þarf að vaða en helstu torfærur eru Innri- Múlakvísl og Miklakvísl. Áð við forna gæsarétt og tjaldað undir Nautöldu til tveggja nátta. 16 km. 4.d. Gengið í Oddkelsver og náttúrufar skoðað. Blautakvísl vaðin sunnan Nautöldu. Þar eru mýrar, flæðiengjar, tjarnir, rústir og aðrar helstu vistgerðir Þjórsárvera. Komið við á tófugreni. Gengið til baka í Nautöldu. 10 km. Kvöldganga að hitasvæðinu við Jökulkrika ef veður, vötn og kraftar leyfa. 5.d. Gengið vestur frá Nautöldu, vaðið yfir Blautukvísl þar sem vegurinn endar við Blautukvíslarskarð en þar bíður rúta til að flytja hópinn heim. 6 km. Ekið um Fjórðungssand til Reykjavíkur. Verð : 65.000/70.000. Innifalið : Rúta og fararstjórn. NORÐURLAND Bræðrafell – Askja með Ferðafélagi Akureyrar D E I L DA F E RÐ 20.-23. júlí. 4 dagar Fararstjórn : Frímann Guðmundsson. Brottför : Kl. 8 á einkabílum (jeppum) frá FFA, Strandgötu 23. Bílar þátttakenda verða ferjaðir af landvörðum frá Herðubreiðarlindum upp í Dreka. 1.d. , mánud. Ekið í Herðubreiðarlindir. Eftir kaffi er gengið um greiðfært hraun í Bræðrafell og gist. 17 km. 2.d. Gengið á Kollóttudyngju og Bræðrafell skoðað. Gist í Bræðrafellsskála. 3.d. Gengið frá Bæðrafelli í Drekagil. 17 km. Gist í Dreka. 4.d. Gengið frá Dreka yfir Dyngjufjöll að Öskju. Hópurinn sóttur á bílastæðið við Öskjuop og keyrður til baka í Dreka þar sem bílarnir bíða. Ekið heim um kvöldið. Sjá nánar um ferð og bókun bls. 79. NORÐURLAND Langanes – Fontur með Ferðafélaginu Norðurslóð D E I L DA F E RÐ 20.-24. júlí. 5 dagar Bækistöðvarferð út frá Gistiheimilinu Ytra-Lóni á Langanesi. Ferð um friðsæla byggð sem einu sinni var, eyðiþorp með mikla sögu, um lífleg fuglabjörg og út á ysta odda Langaness. Gist í 4 nætur á gistiheimili. Ekki er gert ráð fyrir sameiginlegummat fyrsta kvöldið en góð eldunaraðstaða er á gistiheimilinu. Á köflum er gengið um óslétt land og þýfða móa og þurfa þátttakendur að vera í nokkuð góðri gönguþjálfun. 1.d. , mánud.kvöld. Mæting á Gistiheimilið Ytra-Lón á Langanesi þar sem þátttakendur koma sér fyrir. Kl. 20 er fræðslustund og farið yfir dagskrá næstu daga. 2.d. Genginn eyðibýlahringur og fræðst um sögu bæjanna, gróðurinn, fuglana og fjöllin. 15 km. 3.d. Gengið með sjónum frá Lambanesi út að Heiðarhöfn, umHeiðarnesið og til baka eftir Messumelnum. Rekaviður og fallegar fjörur, fullar af lífi. 16 km. 4.d. Ekið upp á Heiðarfjall og ummerki ratsjárstöðvar varnarliðsins skoðuð. Síðan niður í Hrollaugsstaði en þaðan er gengið um Kumblavík og Skálabjarg að eyðiþorpinu Skálum. 12 km. Ekið út á Font, komið við á Skoruvíkurbjargi sem iðar af fugli og litið á súlubyggðina í Stóra-Karli. 5.d. Gengið frá Sauðanesi út í Grenjanesvita. Á leiðinni eru margvísleg mannvirki og menningarminjar. Komið við í Sauðaneshúsi í lok ferðar. 8 km. Sjá nánar um ferð og bókun bls. 95. 57

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==