Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020
SUMARLEYFISFERÐIR AUSTURLAND Víknaslóðir með Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs D E I L DA F E RÐ 22.-25. júlí. 4 dagar Fararstjórn : Þórdís Kristvinsdóttir. 1.d. , miðvikud. Ekið kl. 9 frá Fjarðarborg. Gengið frá Borgarfirði til Breiðuvíkur í gegnum Brúnuvík. 2.d. Gengið frá Breiðuvík í Húsavík. 3.d. Gengið frá Húsavík að Klyppstað í Loðmundarfirði. 4.d. Gengið frá Loðmundarfirði um Kækjuskörð til Borgarfjarðar. Sjá nánar um ferð og bókun bls. 88. AUSTURLAND S21 Lónsöræfi: Eyjabakkar – Vesturdalur – Tröllakrókar – Illikambur 22.-26. júlí. 5 dagar Fararstjórn : Hjalti Björnsson. Brottför : Kl. 9 með rútu frá Egilsstaðaflugvelli. Mögnuð fimm daga sumarleyfisferð um ein tilkomumestu og afskekktustu öræfi landsins, meðfram jökultungumVatnajökuls, þar sem andstæðurnar í landslaginu eru hvað stórfenglegastar. 1.d. , miðvikud. Gengið umEyjabakka austan Jökulsár í Fljótsdal meðSnæfell á hægri hönd. Eyjabakkafoss skoðaður og stefnt í átt aðEyjabakkajökli, norður fyrir Bergkvíslarkofa og að skála viðGeldingafell. 15 km. 2.d. Gengið meðframGeldingafelli um jökulurðir og ógrónar öldur, fram á brúnir Vesturdals að upptökum Jökulsár í Lóni og hrikalegum fossi. Haldið upp með Vesturdalsánni, yfir að Kollumúlavatni. Gist í Egilsseli í tvær nætur. 20 km. 3.d. Deginum varið í nágrenni Egilssels. Gengið í Víðidal og ummerki búsetu á þessum afskekkta stað skoðuð. Komið við á Kollumúlakollinum á heimleiðinni og jafnvel farið í bað í heiðarvatninu. 6-10 km. 4.d. Heiðarkyrrðin yfirgefin og haldið að Tröllakrókahnaus, um Tröllakróka niður í Leiðartungur. Tvær leiðir mögulegar, um Leiðartungur eða Gilin. Landslagið ber nafn með rentu, m.a. Tröllakrókar og Stórusteinar og litadýrðin er óviðjafnanleg. Gist í Múlaskála. Stórbrotnar kvöldgöngur. 10-12 km. 5.d. Haldið um Illakamb og fram alla Kamba suður í Smiðjunes. Hrikalegt landslag Jökulsárgljúfra og Hnappadalstindur og Jökulgilstindar blasa við. 19 km. Rúta frá Smiðjunesi til Egilsstaða. Verð : 63.000/68.000. Innifalið : Rúta, gisting og fararstjórn. NORÐURLAND Öskjuvegur með Ferðafélagi Akureyrar D E I L DA F E RÐ 24.-28. júlí. 5 dagar Fararstjórn : Ingvar Teitsson. Brottför : Kl. 17 í rútu frá FFA, Strandgötu 23. Gist í skálum og gengið með lágmarksbúnað og svefnpoka, ekið með farangur á milli skála. 1.d. , föstud. Ekið í Dreka, skála FFA austan Dyngjufjalla, með viðkomu í Herðubreiðarlindum. 2.d. Gengið eftir stikaðri leið frá Drekagili, yfir Dyngjufjöll að Öskju, ef til vill farið í sund í Víti. Hópurinn verður sóttur á bílastæðið við Öskjuop og keyrður til baka að Dreka. 3.d. Ekið í Öskjuop. Gengið eftir stikaðri leið þaðan, yfir Dyngjufjöll um Jónsskarð og niður í Dyngjufjalladal. Gist í Dyngjufelli, skála FFA. 14 km. 4.d. Frá Dyngjufelli er gengið norður Dyngjufjalladal í Suðurárbotna. Gist í Botna. 20–22 km. 58
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==