Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS UM FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Ferðafélag Íslands var stofnað 1927 og er áhugamannafélag sem hefur frá upphafi unnið að margvíslegri þjónustu fyrir ferðamenn. Tilgangur þess er að stuðla að ferðalögum á Íslandi og greiða fyrir þeim. Þetta gerir félagið t.d. með skipulagningu fjölbreyttra ferða ásamt uppbyggingu og rekstri fjallaskála víða um land. Jafnframt með viðamiklu útgáfustarfi, merkingu gönguleiða og upplýsingagjöf. Deildir FÍ: Innan vébanda Ferðafélags Íslands eru starfandi 13 deildir um land allt. Deildirnar starfa samkvæmt lögum FÍ, standa fyrir ferðum, reka gistiskála og sinna fræðslu og útgáfustarfi í heimabyggð. Nokkrar þeirra kynna ferðaáætlun sína í þessu riti. Ferðafélag barnanna: Ferðafélag Íslands stofnaði Ferðafélag barnanna árið 2009 með það að höfuðmarkmiði að hvetja börn og foreldra til útiveru og samveru í náttúru Íslands. Allar ferðir Ferðafélags barnanna eru farnar á forsendum barna og sniðnar að þörfum þeirra. Ferðirnar eru fjölskylduferðir og opnar öllum félagsmönnum FÍ og fjölskyldum þeirra. Ferðafélag barnanna á sérstakt svæði á vefsíðu FÍ þar sem finna má margvísleg góð ráð og er einnig með sérstaka fésbókarsíðu. Umsjónarmenn eru Dalla Ólafsdóttir og Matthías Sigurðsson. Ferðafélag unga fólksins: Ferðafélag unga fólksins, FÍ Ung, var stofnað sumarið 2015 með það markmið að hvetja ungt fólk til að ferðast um Ísland, kynnast landinu og njóta útiveru í góðum félagsskap. Félagið starfar í samstarfi við Háskóla Íslands. Ferðirnar eru opnar fyrir ungmenni á aldrinum 18-25 ára sem greiða sérstakt ungmennaárgjald, 3.900 kr. Árbók FÍ er ekki innifalin. FÍ Ung á sérstakt svæði á vefsíðu FÍ og líka er hægt að fylgjast með félaginu á fésbók og Instagram. Ungmennaráð undir forystu Johns Snorra Sigurjónssonar leiðir starf FÍ Ung. Félagslíf: Í Ferðafélagi Íslands eru um átta þúsund félagsmenn. Auk fjölbreyttra ferða er margvíslegt félagslíf innan félagsins, svo semmyndakvöld, námskeið og þemaferðir af ýmsu tagi. Útgáfustarfsemi: Á hverju ári gefur Ferðafélag Íslands út heimilda- og fræðslurit, kort og bækur, að ógleymdri árbók félagsins. Fyrsta árbókin kom út árið 1928. Hún hefur síðan komið út árlega í óslitinni röð og er einstæður bókaflokkur um land og náttúru. Þá hefur Ferðafélagið um árabil gefið út sérrit með leiðarlýsingum á göngusvæðum eða öðrum fróðleik er tengist náttúru, sögu og lífríki afmarkaðs svæðis. Auk þess gefur Ferðafélagið út margvísleg kort fyrir göngumenn. Árbókin 2020: Árbók Ferðafélags Íslands 2020 er um Rauðasandshrepp hinn forna og eyrar, sem afmarkast af skaganum vestur af Haukabergsvaðli og norðurströnd Patreksfjarðar. Höfundar texta eru Gísli Már Gíslason vatnalíffræðingur og Ólafur Thoroddsen. Daníel Bergman tók myndir til bókarinnar og annast myndaritstjórn og umbrot. Kort eru teiknuð af Guðmundi Ó. Ingvarssyni og ritstjórn er í höndum Gísla Más Gíslasonar. Stjórnin: Ólafur Örn Haraldsson forseti, Sigrún Valbergsdóttir varaforseti, Pétur Magnússon gjaldkeri, Gísli Már Gíslason ritari, Anna Dóra Sæþórsdóttir, Helgi Jóhannesson, Margrét Hallgrímsdóttir, Tómas Guðbjartsson og Þórður Höskuldsson. Skrifstofa og afgreiðsla: Skrifstofa FÍ annast allan daglegan rekstur félagsins. Þar er hægt að kaupa 6
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==