Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020

SUMARLEYFISFERÐIR HÁLENDIÐ S24 Herðubreið og Kollóttadyngja NÝTT 31. júlí-3. ágúst. 4 dagar Fararstjórn : Örvar Aðalsteinsson og Þóra Björk Hjartardóttir. Brottför : Kl. 12 með einkabílum frá Akureyri. Herðubreið er fjall sem gaman er að spreyta sig á. Gangan á þessa drottningu íslenskra fjalla er nokkuð brött og krefst aðgæslu en við réttar aðstæður ráða flestir við verkefnið og það er stórkostlegt að standa á tindinum, njóta útsýnis og upplifunar. Kollóttadyngja og skálinn Bræðrafell liggur skammt frá og þessar fáförnu slóðir, Ódáðahraun og umhverfi Herðubreiðar, njóta sín vel af dyngjunni. 1.d. , föstud. Hist á Akureyri og ekið saman í Herðubreiðarlindir. Stoppað á leiðinni á áhugaverðum stöðum. Um kvöldið er stutt ganga að ármótum Kreppu og Jökulsár. Gist í Þorsteinsskála í Herðubreiðarlindum. 2.d. Ekið að uppgöngustað Herðubreiðar og gengið á fjallið. Þegar komið er niður eru svefnpoki og vistir sett í bakpokana og gengnir 6 km í skálann Bræðrafell og gist þar. Heildarganga 12 km. 3.d. Gengið á Kollóttudyngju. Komið aftur í Bræðrafell, búnaður tekinn saman og gengið í bílana við Herðubreið. Ekið í Herðubreiðarlindir. Gist í Þorsteinsskála. 14 km. 4.d. Ekið heim á leið. Verð : 45.000/50.000. Innifalið : Gisting og fararstjórn. Í þessari ferð verður gengið einn af hundrað hæstu tindum landsins. Sjá nánar á bls. 19. SUÐURLAND S25 Land í hættu: Djúpá NÝTT 6.-8. ágúst. 3 dagar Fararstjórn : Páll Ásgeir Ásgeirsson, Rósa Sigrún Jónsdóttir og Tryggvi Felixson. Brottför : Kl. 13 frá Núpum í Fljótshverfi. Eitt af best geymdu leyndarmálum í náttúru Íslands er hin stórkostlega fossasinfónía í botni Djúpárdals í Fljótshverfi. Þar steypist hið vatnsmikla jökulfljót Djúpá fram í mikilfenglegum fossum og fellur saman við blátærar og syngjandi bergvatnsár sem flæða upp úr úfnu hrauninu. Á þessu svæði eru uppi áform um að reisa virkjun en vatnasvið Djúpár er í verndarflokki í rammaáætlun. Þátttakendur koma sér sjálfir að Núpum í upphafi ferðar. Gist er í tjöldum í tvær nætur og farangur trússaður á milli næturstaða. Þessi fræðslu- og gönguferð er farin í samstarfi við Landvernd og Eldvötn, samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi. 1.d. , fimmtud. Gengið umNúpaheiði meðfram stórkostlegum gljúfrum Brunnár, dularfullir fossar hennar skoðaðir og örmjó gjá, sem þessi vatnsmikla á rennur um. Að því loknu er haldið að Brúará, sem liggur örlitlu norðar og fögru gljúfri hennar er fylgt uns komið er í náttstað. Kvöldganga að nafnlausum fossi í Brunná sem líkist helst Svartafossi í Skaftafelli. 2.d. Gengið upp með hyldjúpum gljúfrumYxnár yfir Kálfafellsheiði og í Fossabrekkur í Djúpárdal þar sem slegið er upp tjöldum. Gengið að fossunum stórfenglegu sem erfitt er að lýsa með orðum. Stærsti fossinn heitir Bassi og dregur nafnið af sínum þunga tón sem heyrist langt upp á heiði. Einnig verða skoðaðir fossar í hrauninu í nágrenni Bassa og dularfullar blátærar tjarnir sem þar leynast. 3.d. Gengið niður hinn tignarlega Djúpárdal og fossar Djúpár skoðaðir. Síðan haldið niður Laxárdal til að skoða fossa og stuðlaberg í gljúfrum Laxár og einnig stuðlaklettana innan við Blómsturvelli sem er eitt fjölbreyttasta stuðlasvæði landsins. Ferðinni lýkur með kvöldvöku á Kirkjubæjarklaustri. Verð : 40.000/45.000. Innifalið : Trúss og fararstjórn. 60

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==