Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020

SUMARLEYFISFERÐIR STRANDIR S26 Sungið og dansað á Örkinni fögru 7.-10. ágúst. 4 dagar Fararstjórn : Reynir Traustason og Guðrún Gunnsteinsdóttir. Mæting : Fyrir kl. 20, föstudaginn 7. ágúst á einkabílum að Valgeirsstöðum í Norðurfirði. Árneshreppur á Ströndum er einn fámennasti hreppur á landinu. Svæðið er ægifagurt og mannlífið skemmtilegt. Eftir hressandi fjallgöngu er gott að slaka á í Krossneslaug og kíkja svo inn á Kaffi Norðurfjörð. Gist í skála Ferðafélags Íslands á Valgeirsstöðum. 1.d. föstud. Þátttakendur koma sér fyrir á Valgeirsstöðum. Fundur um kvöldið. 2.d. Haldið í Ófeigsfjörð og gengið að fossinum Rjúkanda. Komið við í síldarverksmiðjunni í Ingólfsfirði. Sund í Krossneslaug og kjötsúpa að kveldi. 3.d. Gengið á Finnbogastaðafjall og á Örkina. Komið við í safninu Kört. 11 km. 4.d. Heimsókn á Gjögur á heimleiðinni. Verð : 50.000/55.000. Innifalið : Gisting, kjötsúpa, aðgangur að Kört og fararstjórn. AUSTURLAND Toppahopp í Álftafirði með Ferðafélagi Austur-Skaftfellinga D E I L DA F E RÐ 13.-17. ágúst. 4 dagar Gengnar eru dagleiðir á nokkra tinda í Álftafirði t.d. Krákhamarstind, 737 m, Goðatind, 824 m og Nóntind, 603 m, Svínabeinstind, 801 m, Snjótind, 713 m og Mælifell, 483 m. Gist er í Kerhamraskóla. Sjá nánar um ferð og bókun bls. 82. NORÐURLAND S27 Fjalllendið milli Húnaþings og Skagafjarðar NÝTT 18.-21. september. 4 dagar Fararstjórn : Höskuldur Björnsson. Brottför: Kl. 12 á einkabílum frá tjaldstæðinu á Blönduósi. Hringganga um hálendið milli Skagafjarðar og Húnavatnssýslna sem er áhugavert göngusvæði og frekar fáfarið. Um svæðið liggja gamlar þjóðleiðir sem voru bæði farnar fótgangandi og á hestum. Fjalllendið markast nokkuð af tveimur grösugum dölum, Laxárdal fremri og Víðidal, en á milli þeirra liggja Laxárdalsfjöllin sem eru há og hrikaleg. Gengið er með allt á bakinu og gist í skálum í þrjár nætur. Góðir gönguskór og vaðskór nauðsynlegir. 1.d. föstud. Sameinast í bíla og ekið að eyðibýlinu Strjúgsstöðum í Langadal þar sem gangan hefst. Gengið er yfir Strjúgsskarð í Laxárdal og þaðan yfir Litla-Vatnsskarð að Þúfnavöllum í Víðidal þar sem gist er í skála. Gróið land og góðar göngugötur. 15 km. Hækkun 500 m. 2.d. Gengið norður Víðidal um gróið land og svo sveigt í norðvestur yfir Tröllaháls í Tröllabotna þar sem gist er í skálanum Trölla. 12 km. Hækkun 300 m. Laxárdalsfjöllin eru hér hvað hrikalegust og þegar fólk hefur komið sér fyrir í skála verður farið í könnunarleiðangur um nágrennið. 3.d. Gengið á Kvosafjall og Digrahnúk og um Tröllaskarð aftur í Tröllaskála. 16 km. Hækkun 800 m. 4.d. Gengið niður Hryggjardal og Gönguskörð á Sauðárkrók. 15 km. Hækkun 100 m. Hópurinn er fluttur aftur á Blönduós þar sem hluti bíla var skilinn eftir í upphafi ferðar. Náð í aðra bíla í Langadal. Verð : 30.000/35.000. Innifalið : Gisting, akstur í lok ferðar og fararstjórn. NÝTT 61

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==