Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020

FERÐAFÉLAG BARNANNA B1 Stjörnu- og norðurljósaskoðun. Með fróðleik í fararnesti 17. janúar, föstudagur Brottför : Kl. 20 á einkabílum frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Sævar Helgi Bragason, stjörnumiðlari frá Háskóla Íslands, svarar spurningum um norðurljósin, stjörnurnar og vetrarbrautina í gönguferð sem helguð er himingeimnum. Nauðsynlegt er að klæða sig mjög vel og gott er að taka með sjónauka, nesti og heitt á brúsa. 2 klst. Ef ekki viðrar til himinskoðunar þennan dag er ferðinni frestað þar til góðar aðstæður skapast og það auglýst á fésbók og heimasíðu. Hluti af samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands: Með fróðleik í fararnesti. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Ekkert að panta, bara mæta B2 Snjóhúsa- og sleðaferð NÝTT 23. febrúar, sunnudagur Mæting: Kl. 12, þar sem snjó er að finna. Nánari staðsetning auglýst síðar á fésbók og heimasíðu. Við leikum okkur í snjónum, byggjum snjóhús, rennum okkur á sleðum, prófum snjóflóðaýla og njótum þess að vera úti í vetrarveðri. Vonandi verður nóg af snjó til að byggja snjóhús, inngrafin eða grænlensk og svo verður hægt að borða nestið í snjóhúsinu ef vel tekst til! Alltaf er hægt að renna sér á sleða eða þoturössum. Mikilvægt er að mæta mjög vel klædd, með skóflur og ljós, sleða eða þoturassa að ógleymdu heitu kakói og góðu nesti. 2-3 klst. Fyrir félagsmenn FÍ og fjölskyldur þeirra. Ekkert að panta, bara mæta B3 Fuglaskoðun. Með fróðleik í fararnesti 18. apríl, laugardagur Mæting: Kl. 11 í fjöru á höfuðborgarsvæðinu. Nánari staðsetning auglýst síðar á fésbók og heimasíðu. Þegar farfuglarnir flykkjast heim til Íslands er vorið komið og sumarið á næsta leiti. Fuglafræðingar frá Háskóla Íslands leiða ferð um fjöru á höfuðborgarsvæðinu þar sem fuglarnir safnast saman. Gott að koma með sjónauka og gjarnan fuglabækur. 2 klst. Hluti af samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands: Með fróðleik í fararnesti. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Ekkert að panta, bara mæta B4 Fjöruferð í Gróttu. Með fróðleik í fararnesti 25. apríl, laugardagur Mæting: Kl. 11 við bílastæði við Gróttu, yst á Seltjarnarnesi. Við skoðum ýmsar lífverur fjörunnar, grúskum og leitum að kröbbum og öðrum smádýrum í skemmtilegri fjöruferð í Gróttu. Þar er fjölbreytt dýra-, fugla- og plöntulíf. Líffræðingar frá Háskóla Íslands leiða gönguna. Gott er að mæta vel klæddur, í stígvélum og með fötur eða glær ílát til að safna í hinum ýmsu lífverum. Ekki gleyma nesti. 2-3 klst. Hluti af samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands: Með fróðleik í fararnesti. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Ekkert að panta, bara mæta 63

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==