Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020

FERÐAFÉLAG BARNANNA B5 Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar: Húsfell í Hafnarfirði NÝTT 6. maí, miðvikudagur Brottför : Kl. 16:30 á einkabílum frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar fer af stað á ný. Gengið verður á fjögur fjöll og verkefninu lýkur 7. júní. Þeir garpar sem ganga á öll fjöllin fá viðurkenningarskjal og titilinn Fjallagarpur Ferðafélags barnanna. Það má líka ganga bara á eitt fjall! Þetta er stórskemmtilegt verkefni fyrir alla fjölskylduna. Fyrsta fjallgangan af fjórum er á Húsfell í Hafnarfirði. Þægileg og skemmtileg ganga og hellaskoðun á gönguleiðinni gerir ferðina enn meira spennandi. Það má líka hitta okkur við upphafsstað göngunnar við bílastæði við veginn að Kaldárseli kl. 17. Gott nesti og góðir skór. 3-4 klst. Fyrir félagsmenn FÍ og fjölskyldur þeirra. Ekkert að panta, bara mæta B6 Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar: Akrafjall NÝTT 17. maí, sunnudagur Brottför : Kl. 13 á einkabílum frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Önnur fjallgangan af fjórum í Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar. Gengið á Akrafjall sem flestir krakkar sem búa á höfuðborgarsvæðinu hafa séð. Við göngum á Háahnjúk, tæplega 650 m. Alvöru fjallganga sem allir duglegir krakkar leika sér að og útsýnið svíkur engan. Það má líka hitta okkur við upphafsstað göngunnar við bílastæði á Akrafjallsvegi. Þá er keyrt upp úr Hvalfjarðargöngum, keyrður Akrafjallsvegur nr. 51 þar til komið er að skilti á hægri hönd sem vísar á Akrafjall. Sá vegur ekinn að bílastæði þaðan sem gangan hefst um kl. 13:45. Gott nesti og góðir skór. 3-4 klst. Fyrir félagsmenn FÍ og fjölskyldur þeirra. Ekkert að panta, bara mæta B7 Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar: Stóra-Kóngsfell og Eldborg NÝTT 27. maí, miðvikudagur Brottför : Kl. 16:30 á einkabílum frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Þriðja fjallgangan af fjórum í Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar. Gengið á tvö fjöll að þessu sinni: Stóra-Kóngsfell og Eldborg. Gangan hefst á bílastæði við Eldborgina á Bláfjallavegi um kl. 17. Gengið meðfram Eldborg að Stóra-Kóngsfelli í gegnum fallegt mosavaxið hraun. Stutt en snörp hækkun upp á Stóra-Kóngsfell sem er um 600 m. Gengið í skriðum og því gott að vera í grófbotna skóm. Útsýnið yfir höfuðborgarsvæðið og skíðasvæði höfuðborgarbúa er frábært. Á bakaleiðinni er gengið á friðlýsta Eldborgina sem er einstaklega fallegur gígur. Gott nesti og góðir skór. 3-4 klst. Fyrir félagsmenn FÍ og fjölskyldur þeirra. Ekkert að panta, bara mæta B8 Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar, lokahátíð: Móskarðshnúkar 7. júní, sunnudagur Brottför : Kl. 13 á einkabílum frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6 Fjórða og síðasta fjallið í Fjallagarpaverkefninu eru hinir undurfögru Móskarðshnúkar. Mikilvægt að vera í góðum skóm og með gott nesti. Að lokinni göngu afhendum við Fjallagörpum viðurkenningarskjöl fyrir árangurinn og grillum pylsur að hefðbundnum íslenskum sið! Allir að taka með pylsur og pylsubrauð en Ferðafélag barnanna býður upp á tómatsósu, sinnep og steiktan lauk. Líka hægt að hitta okkur um kl. 13 við upphafsstað göngu á bílastæði við Móskarðshnúka. Nánari staðsetning auglýst á fésbókarsíðu viðburðarins. 4-5 klst. Fyrir félagsmenn FÍ og fjölskyldur þeirra. Ekkert að panta, bara mæta 64

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==