Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020

FERÐAFÉLAG BARNANNA B9 Pöddulíf í Elliðaárdal. Með fróðleik í fararnesti 11. júní, fimmtudagur Brottför : Kl. 18 frá gömlu rafstöðinni við Elliðaár. Viltu sjá pöddur í návígi? Skordýr eru fjölbreyttasti flokkur dýra á jörðinni og á Íslandi hefur skordýrum fjölgað undanfarin ár af ýmsum ástæðum. Gísli Már Gíslason, skordýrasérfræðingur frá Háskóla Íslands, fræðir okkur um heim skordýranna. Takið með ílát og stækkunargler ef þið eigið. Hluti af samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands: Með fróðleik í fararnesti. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Ekkert að panta, bara mæta B10 Vösk ganga og veiði: Vatnaleiðin NÝTT 3.-5. júlí. 3 dagar Fararstjórn : Jón Einarsson og Þóra Þráinsdóttir. Brottför : Kl. 8 á einkabílum frá skrifstofu FÍ Mörkinni 6. Ný ferð þar sem gengin er gullfalleg leið frá Hreðavatni að Langavatni. Þar er dvalið í skála í tvær nætur en dagarnir eru nýttir í veiði, kajaksiglingar og göngur ásamt leikjum og kvöldvökum. 1.d., föstud. Ekið að Hreðavatni, þaðan sem gengið er um skógivaxna ása og fell að skálanum Torfhvalastöðum við Langavatn þar sem gist er í tvær nætur. 15 km. Farangur trússaður að skálanum. 2.d. Veiðistangir teknar fram og kajak settur á flot. Veitt í Langavatni. Þeir sem eiga veiðistöng komi með hana, annars eru fararstjórar með nokkrar til láns sem og björgunarvesti. Gengið á Staðarhnúk. 3.d. Gengið til baka að Hreðavatni og dáðst að fegurð Borgarfjarðar. Ekið í bæinn með bros á vör. Verð : 35.000/40.000. Hálft verð fyrir yngri en 18 ára. Innifalið : Gisting, trúss, veiði og fararstjórn. B11 Með álfum og huldufólki: Víknaslóðir 8.-11. júlí. 4 dagar Fararstjórn : Dalla Ólafsdóttir og Matthías Sigurðarson. Brottför : Kl. 9:30 með rútu frá Egilsstaðaflugvelli. Gengið um slóðir álfa og huldufólks á stórkostlega fallegu svæði með ótrúlegri fjallasýn. Skemmtileg ganga fyrir alla fjölskylduna. Þjóðsögur, leikir, kvöldvökur og frelsi náttúrunnar í lykilhlutverki. Svefnpokagisting í skálum í þrjár nætur og farangur trússaður á milli skála. 1.d. , miðvikud. Ekið með rútu til Borgarfjarðar eystri og gengið þaðan til Breiðuvíkur þar sem dásamlegt er að hvíla lúin bein. 2.d. Úr Breiðuvík er gengið um fallega náttúruparadís, í námunda við Hvítserk og endað í Húsavík. 3.d. Gengið yfir Nesháls og gist í notalegum skála í gróskumiklum Loðmundarfirði. 4.d. Gengið upp á Hjálmárdalsheiði og niður í Seyðisfjörð þar sem rútan bíður okkar. Verð : 63.000/68.000. Hálft verð fyrir yngri en 18 ára. Innifalið : Rúta, gisting, trúss og fararstjórn. B12 Jóga- og galdraferð: Strandir NÝTT 9.-12. júlí. 4 dagar Fararstjórn : Edith Gunnarsdóttir og Gróa Másdóttir. Mæting: Fyrir kl. 14, fimmtud. 9. júlí á einkabílum (jeppum) að Valgeirsstöðum í Norðurfirði. Stórskemmtileg jóga- og galdraferð þar sem gengið er á fjöll, synt, pælt í göldrum og jógað saman. Sögustundir alla daga. Svefnpokagisting í skála FÍ að Valgeirsstöðum í Norðurfirði. 1.d. , fimmtud. Hópurinn kemur sér fyrir á Valgeirsstöðum áður en keyrt er í Trékyllisvík til að skoða miklar galdraslóðir. Sögustund, leikir og jóga. 65

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==