Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020

FERÐAFÉLAG BARNANNA 2.d. Ekið í Ófeigsfjörð á grófum slóðum og yfir eina á. Gengið að fossinumDrynjanda. Gamla og draugalega síldarverksmiðjan í Ingólfsfirði skoðuð á leiðinni heim. Leikir og jóga. 3.d. Gengið á Urðartind og farið í sund í hinni mögnuðu Krossneslaug sem liggur ofan í fjöru. 4.d. Eftir pökkun og frágang er gengið á Reykjaneshyrnu. Svo er ekið til Hólmavíkur með viðkomu á Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði áður en farið er á Galdrasafnið á Hólmavík. Verð : 41.000/46.000. Hálft verð fyrir yngri en 18 ára. Innifalið : Gisting, sund, galdrasafn og fararstjórn. B13 Tröll og töfrandi litir: Lónsöræfi NÝTT 14.-17. júlí. 4 dagar Fararstjórn : Dalla Ólafsdóttir og Matthías Sigurðarson. Brottför : Kl. 9:30 á sérútbúnum jeppum frá Íþróttamiðstöðinni, Höfn í Hornafirði. Ný ferð um eitt fallegasta svæði landsins, Lónsöræfi. Ævintýraleg ferð þar sem gengið er um litskrúðug fjöll, niður brattar skriður og um stórbrotna Tröllakróka. Ekki ferð fyrir lofthrædda en duglegir krakkar sem hafa gaman af alvöru útivist og ævintýrummunu eiga ógleymanlega daga með fjölskyldunni. Svefnpokagisting í Múlaskála í þrjár nætur. 1.d. , þriðjud. Ekið upp á hinn alræmda Illakamb þaðan sem gengið er í tæpan klukkutíma í Múlaskála með allan farangur á bakinu. Stutt ganga til að anda að okkur umhverfinu. 2.d. Gengið um Leiðartungur að hinumægifögru og hrikalegu Tröllakrókum. Nokkuð þægileg ganga að mestu leyti en á nokkrum stöðum þarf að fara niður brattar brekkur og styðjast við kaðla og keðjur. Ævintýraför fyrir börn og fullorðna. Leikir í skála. 3.d. Gengið að tröllkonunni Flumbru í Flumbrugili og í Víðibrekkusker. Ótrúleg litadýrð, berggangar og undur náttúrunnar eins og þau gerast fallegust. Kvöldvaka. 4.d. Tekið saman og gengið upp á Illakamb þar sem jepparnir bíða hópsins. Verð : 55.000/60.000. Hálft verð fyrir yngri en 18 ára. Innifalið : Akstur, gisting og fararstjórn. B14 Hjólað á draugaslóðum: Kjalvegur NÝTT 18.-20. júlí. 3 dagar Fararstjórn : Jóhann Aron Traustason og Steinunn Leifsdóttir. Brottför : Kl. 8 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Ný ferð þar sem hjólað er um hinn gamla Kjalveg. Skemmtileg ferð fyrir duglega hjólakrakka þar sem hjólað er á slóðum útilegumanna og drauga, um troðninga og kindagötur. Svefnpokagisting í skálum. 1.d. , laugard. Keyrt með rútu inn að Hveravöllum og þaðan áleiðis í Þjófadali. Þar verður lagt í hann og hjólað í Þverbrekknamúla um 14 km leið. Kósýkvöld og kvöldvaka í skála. 2.d. Hjólað í Hvítárnes um 15 km. Þeir hörðustu halda áfram í torfærum og leikjum fram að kvöldmat. Grill, kósý og kvöldvaka í skála. 3.d. Heimför með rútu þegar búið er að pakka og ganga frá. Komið til Reykjavíkur um kl. 14. Verð : 58.000/63.000. Hálft verð fyrir yngri en 18 ára. Innifalið : Rúta, gisting, trúss og fararstjórn. B15 Fjölskylduganga: Laugavegurinn 5.-9. ágúst. 5 dagar Fararstjórn : John Snorri Sigurjónsson og Lína Móey Bjarnadóttir. Brottför : Kl. 8 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Fjölskyldunni gefst hér tækifæri til að ganga saman þessa vinsælustu leið landsins, í ferð sem er skipulögð með börn og unglinga í huga. Áhersla er lögð á að fara ekki of hratt yfir, skemmtilegar 66

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==