Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020

FERÐAFÉLAG BARNANNA samverustundir á kvöldin og að leyfa börnum og foreldrum að njóta samvista án rafrænna truflana. Glens og gaman í bland við fræðslu er aðalsmerki ferðarinnar. Umfram allt eru börnin í fyrirrúmi, þau fá að njóta sín og öll fræðsla er á máli sem þau skilja. Farangur og matur er trússaður á milli skála. 1.d. , miðvikud. Gengið frá Landmannalaugum í skálann í Hrafntinnuskeri. 5-6 klst. 2.d. Gengið um Kaldaklofsfjöll og gist í Hvanngili. 5-6 klst. 3.d. Haldið yfir ár og sanda í skálann í Emstrum. 7-8 klst. 4.d. Gengið yfir æsilega brú og stöðugt grónara land niður í Langadal í Þórsmörk. 7-8 klst. Áfanganum fagnað með hoppi og híi og ærlegri kvöldvöku. 5.d. Morgunganga eða leti. Rúta til Reykjavíkur um hádegi. Verð : 90.000/95.000. Hálft verð fyrir yngri en 18 ára. Innifalið : Rúta, gisting, trúss og fararstjórn. B16 Sveppasöfnun í Heiðmörk. Með fróðleik í fararnesti 19. ágúst, miðvikudagur Brottför : Kl. 17 á einkabílum frá bílastæði við Rauðhóla. Sveppir eru sælgæti en það er betra að þekkja þá góðu frá þeim vondu og eitruðu! Gísli Már Gíslason og fleiri sveppasérfræðingar frá Háskóla Íslands kenna okkur að þekkja matsveppi og aðferðir við að geyma þá og matreiða í fjörugri sveppagönguferð. Þátttakendur eru hvattir til að taka með sér sveppabækur og ílát. Ekið í halarófu frá bílastæðinu við Rauðhóla lengra inn í Heiðmörkina. 2 klst. Hluti af samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands: Með fróðleik í fararnesti. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Ekkert að panta, bara mæta B17 Eldfjallaganga á Helgafell. Með fróðleik í fararnesti NÝTT 10. október, laugardagur Brottför : Kl. 11 frá bílastæðinu við Helgafell við Hafnarfjörð/Kaldársel. Hvernig verða fjöllin til? Jarðfræðingur frá Háskóla Íslands leiðir göngu á Helgafell við Hafnarfjörð. Við fræðumst um ýmis jarðfræðileg fyrirbrigði svo sem hvernig fjöllin á Íslandi urðu til, um eldgos og hvort fjöllin hverfi? Mikilvægt er að klæða sig vel, vera í góðum skóm og taka með gott nesti. 3 klst. Hluti af samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands: Með fróðleik í fararnesti. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Ekkert að panta, bara mæta B18 Stríðsminjar í Öskjuhlíð. Með fróðleik í fararnesti NÝTT 31. október. laugardagur Brottför : Kl. 11 frá Perlunni í Öskjuhlíð. Leynileg neðanjarðarhús, skotbyrgi, furðuleg listaverk, gull og glópagull, kanínur, tankar og trjákofar. Þetta er fátt eitt af því sem gerir Öskjuhlíðina að undraheimi sem ótrúlega gaman er að rannsaka. Í hlíðinni er líka vísir að skógi með miklu fuglalífi. Stefán Pálsson, sagnfræðingur og stundakennari við Háskóla Íslands leiðir göngufólk umÖskjuhlíðina og veitir innsýn í sögu svæðisins. Hluti af samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands: Með fróðleik í fararnesti. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Ekkert að panta, bara mæta B19 Vetrarferð með jólaþema. Þórsmörk 20.-22. nóvember. 3 dagar Fararstjórn : Dalla Ólafsdóttir og Matthías Sigurðarson. Brottför : Kl. 17 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. 67

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==