Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020

FERÐAFÉLAG ÍSLANDS árbækur FÍ frá upphafi, sem og úrval fróðlegra bóka og rita sem félagið hefur gefið út. Einnig eru þar til sölu Íslandskort og gönguleiðakort. Bókað er í ferðir FÍ í gegnum vefsíðuna www.fi.is og best er að senda fyrirspurnir um skálabókanir í gegnum vefsíðuna eða með því að senda póst á fi@fi.is. Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudags frá kl. 10-17 og föstudaga frá kl. 10-16. Síminn er 568 2533 og netfang fi@fi.is. Framkvæmdastjóri FÍ er Páll Guðmundsson. Árgjald: Hægt er að ganga í Ferðafélag Íslands í gegnum vefsíðu FÍ, með því að hringja á skrifstofuna í síma 568 2533 eða senda tölvupóst á fi@fi.is og gefa upplýsingar um nafn, kennitölu og heimilisfang. Árgjald 2020 er 7.900 kr. og er árbók FÍ innifalin í árgjaldinu. Félagsaðild gildir til afsláttar fyrir maka og börn félagsmanns 7-18 ára. Ungmenni á aldrinum 18-25 ára greiða sérstakt ungmennaárgjald sem er 3.900 kr., sjá um Ferðafélag unga fólksins hér að ofan. Afslættir: Félagsmenn í Ferðafélaginu njóta margvíslegra fríðinda og fá til dæmis afslátt í allar ferðir og skála félagsins og í fjölda verslana. Skoða má lista yfir afsláttartilboð til félagsmanna inni á vefsíðu FÍ. Börn og unglingar, 7-18 ára, í fylgd forráðamanna, greiða hálft gjald í ferðir og í gistingu en frítt er fyrir börn yngri en 7 ára. Vefsíða og fréttabréf: Á vefsíðu félagsins www.fi.is má finna mikið af upplýsingum um Ferðafélagið, allar ferðir þess og starfsemi. Bókanir í ferðir félagsins fara fram í gegnum vefsíðuna og þar má einnig skrá sig á póstlista og fá reglulegar fréttir af ferðum og starfi félagsins. Félagið heldur einnig úti fésbókarsíðu og er á Instagram. Tilgangurinn er að stuðla að ferðalögum á Íslandi Gönguhópurinn FÍ Alla leið á toppi Heklu. Ljósmynd: Þuríður Erla Sigurgeirsdóttir. 7

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==