Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020

FERÐAFÉLAG UNGA FÓLKSINS U1 Norðurljósaganga NÝTT 1. apríl, miðvikudagur Brottför : kl. 19 frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6, þar sem sameinast er í bíla. Haldið út úr ljósmengun borgarinnar og gengið á fjall þar sem við freistum þess að sjá norðurljósin og fræðumst ummyndun þeirra. Þátttaka ókeypis fyrir félagsmenn FÍ Ung. U2 Ísklifurnámskeið NÝTT 30. apríl og 2. maí Kennt : Bóklegt 30. apríl, kl. 20 í risi FÍ, Mörkinni 6 og verklegt 2. maí, kl. 10 á Sólheimajökli. Spennandi kynning, fræðsla og kennsla í undirstöðuatriðum ísklifurs. Allir geta tekið þátt. Hægt verður að leigja búnað hjá FÍ. Gera má ráð fyrir um 2 klst. bóklegum og 10 klst. verklegum hluta. Verð : 10.000/13.000. Innifalið : Fararstjórn og þjálfun. U3 Brimbrettanámskeið NÝTT 12. maí, þriðjudagur Mæting : Kl. 18 að Hvaleyrarvatni í Hafnarfirði. Námskeið í brimbrettasporti í samvinnu við Adventure Vikings. Farið er yfir undirstöður sportsins og hugað að öryggisatriðum sem nauðsynlegt er þekkja. Hlý föt, sundföt, handklæði og nesti nauðsynlegt. Verð : 10.000/13.000. Innifalið : Búnaður og þjálfun. U4 Hvannadalshnúkur 30. maí, laugardagur Fararstjórn : John Snorri Sigurjónsson. Brottför : Aðfaranótt laugardags frá bílastæðinu við Sandfell. Hvítasunnuferð á hæsta tind Íslands, Hvannadalshnúk, 2110m. Gengin er Sandfellsleið umSandfellsheiði. Allir semhafaminnsta vott af fjallaáhuga þurfa að ganga aðminnsta kosti einu sinni áHnúkinn! Löng en ekki of erfið ganga, 12-15 klst., og hækkun um2000m. Jöklabúnaður er nauðsynlegur. Gisting á eigin vegum. Verð : 25.000/28.000. Innifalið : Fararstjórn. Í þessari ferð verður gengið á einn af hundrað hæstu tindum landsins. Sjá nánar á bls. 19. 71

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==