Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020

FERÐAFÉLAG UNGA FÓLKSINS U5 Sveinstindur við Langasjó 25.-26. júlí. 2 dagar Fararstjórn : John Snorri Sigurjónsson. Brottför : Kl. 7 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Ekið að Sveinstindi við Langasjó og gengið upp á þennan magnaða útsýnistind sem er sannkölluð náttúruperla. Sveinstindur er ríflega 1000 m hár en gangan tekur aðeins tæpar 2 klst. Þetta er tindur sem allir þurfa að upplifa. Eftir göngu er ekið í Skælinga þar sem er tjaldað og gist í eina nótt. Verð : 25.000/28.000. Innifalið : Rúta og fararstjórn. U6 Fimmvörðuháls 15.-16. ágúst. 2 dagar Fararstjórn : John Snorri Sigurjónsson. Brottför : Kl. 7 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Gengið frá Skógum undir Eyjafjöllum upp á Fimmvörðuháls eftir hinni hefðbundnu gönguleið með viðkomu í Baldvinsskála. Gengið að Magna og Móða og ummerki eldgossins 2010 skoðuð. Áfram er haldið um hinn margumtalaða Heljarkamb og Kattarhryggi áður en komið er í Langadal þar sem göngu lýkur. Gist er í Skagfjörðsskála. Morgunganga á sunnudegi áður en haldið er heim á leið. Verð : 23.000/26.000. Innifalið : Gisting, rúta og fararstjórn. U7 Hellaferð með Hellarannsóknafélagi Íslands NÝTT 5. september, laugardagur Brottför : Kl. 10 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. Óvissuhellaferð í samstarfi við Hellarannsóknafélagið, fræðsla og leiðsögn um einhvern spennandi og fáfarinn helli. Þátttakendur þurfa að hafa með sér hjálma og höfuðljós/vasaljós. 8-10 klst. Verð : 10.000/13.000. Innifalið : Rúta og fararstjórn. U8 Hábunga, Laufskörð og Móskarðshnúkar NÝTT 12. september, laugardagur Brottför : Kl. 12 frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6, þar sem sameinast er í bíla. Gengið upp á hæsta tind Esju, Hábungu 914 m. Þaðan er haldið um Laufskörð sem sjást vel frá Reykjavík í góðu veðri og upp á Móskarðshnúka áður en haldið er niður á ný. Mikið og fallegt landslag blasir við alla leiðina. Ferð sem þú vilt ekki missa af. 5-6 klst. Þátttaka ókeypis fyrir félagsmenn FÍ Ung. 73

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==