Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020
DEILDAFERÐIR FERÐAFÉLAG AKUREYRAR Heimasíða: www.ffa.is Netfang: ffa@ffa.is Sími: 462 2720 Nýársganga 1. janúar. Brottför kl. 13 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórn: Grétar Grímsson. Þátttaka ókeypis og allir velkomnir út í óvissuna til að fagna nýju ári. Súlumýrar. Skíðaferð 18. janúar. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórn: Frímann Guðmundsson. Þátttaka ókeypis. Gangan hefst við afleggjarann í Fálkafell en þaðan er haldið upp Sigurðargil og á Súlumýrar. Þar er frábært skíðagöngusvæði og finna má leiðir við allra hæfi. Ferðakynning 30. janúar. Mæting kl. 20 í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Ferðir félagsins kynntar í máli og myndum. Gestafyrirlestur. Kynning á útivistarvörum frá fyrirtækjum í bænum. Aðgangur ókeypis. Þorraferð í Fjallaborg á Mývatnsöræfum. Gönguskíðaferð 15.-16. febrúar. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Farstjórn: Ingvar Teitsson. Verð: 12.000/8.000. Innifalið: Fararstjórn og gisting. Ekið austur fyrir Námaskarð og gengið suður frá hringveginum, um 9 km veg í skálann Fjallaborg, sunnan undir Stóru-Rauðku. Þar verður snæddur þjóðlegur þorramatur í friðsæld öræfanna. Haldið heim á leið næsta dag. Gönguhækkun lítil. Ystuvíkurhnjúkur. Gönguferð 29. febrúar. Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórn: Halldór Brynjólfsson. Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið frá bílastæði á Víkurskarði eftir stikaðri leið til vesturs upp hlíðina og á toppinn, 552 m. Þaðan er gott útsyni yfir til byggðarinnar vestan fjarðarins og til Hríseyjar. 6 km. Gönguhækkun 370 m. Þorvaldsdalur. Gönguskíðaferð 7. mars. Brottför kl. 9:30 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórn: Kristján Hjartarson. Þátttaka ókeypis. Ekið er að Árskógsskóla og gengið á gönguskíðum fram og til baka að skálanumDerri í vestanverðum Þorvaldsdal. Auðveld ganga alls um 18 km, lítil hækkun. Ferðin er farin í samvinnu við Ferðafélag Svarfdæla. Eyðibýlaskoðun á Fljótsheiði. Gönguskíðaferð 14. mars. Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórn: Ingvar Teitsson. Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið austur í Reykjadal og fram á veginn að Stafnshverfi. Gengið vestur á Narfastaðafell, þaðan í Heiðarsel og svo umGafl og Heiðarsel í Skógarsel. Loks gengið norðvestur frá Skógarseli á hringveginn austan í Fljótsheiði að malarnámum þar sem bílar eru geymdir. Vegalengd um 17 km, lítil hækkun. 75
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==