Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020

DEILDAFERÐIR Baugasel. Skíða- eða gönguferð 21. mars. Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórn: Anke-María Steinke. Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gangan hefst við Bug í Hörgárdal. Fremur létt og þægileg leið meðfram Barkánni að eyðibýlinu Baugaseli, gil og rústir skoðuð á leiðinni. Vegalengd alls 12 km, hækkun 80 m. Skíðastaðir – Þelamörk. Gönguskíðaferð 28. mars. Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórn: Frímann Guðmundsson. Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið frá Skíðastöðum út hlíðina. Síðan er þægilegt rennsli niður að Þelamerkurskóla. Þar verður farið í heita pottinn (ekki innifalið). Létt ferð við flestra hæfi. Vegalengd 10,5 km, hækkun 160 m. Ytri-Árdalur. Gönguskíðaferð 4. apríl. Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Farstjórn: Helga Guðnadóttir. Verð 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið er að Kleifum við Ólafsfjörð og þar stigið á skíðin. Gengið er umYtri-Árdalinn og ef til vill kíkt inn í Syðri-Árdalinn. Gönguhækkun 250 m. Vegalengd um 10 km. Mosi. Gönguskíðaferð 18. apríl. Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórn: Kristján Hjartarson. Þátttaka ókeypis. Ekið til Dalvíkur að skíðasvæðinu við Brekkusel. Farið upp með skíðalyftunni og skíðað fram Böggvisstaðadal í skálann Mosa. 18 km fram og til baka. Greiða þarf aðstöðugjald 500 kr. í Mosa. Ferðin er farin í samvinnu við Ferðafélag Svarfdæla. Súlur. 1143 m. Göngu- eða skíðaferð 1. maí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórn: Leo Broers. Þátttaka ókeypis. Árleg ferð FFA á bæjarfjall Akureyrar. Gengið er eftir merktri og nokkuð auðveldri gönguleið á fjallið. Af Súlum er afar fallegt útsýni. Göngubúnaður miðast við færi og aðstæður. Vegalengd 6,5 km hvor leið. Gönguhækkun 880 m. Umhverfis Héðinsfjarðarvatn 9. maí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórn: Halldór Brynjólfsson. Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Genginn er hringur meðfram vatninu og einnig út að eyðibýlinu Vík. Vaða þarf Héðinsfjarðarósinn. Vegalengd um 10 km, lítil hækkun. Fuglaskoðunarferð 16. maí. Brottför kl. 8 í rútu frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórn: Jón Magnússon og Sverrir Thorstensen. Verð: 9.500/7.500. Innifalið: Fararstjórn og rúta. Árleg fuglaskoðunarferð FFA undir leiðsögn kunnáttumanna. Að þessu sinni liggur leiðin í Mývatnssveit og víðar. Fararstjórar velja staði sem vænlegastir eru til fuglaskoðunar á þessum tíma. 76

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==