Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020
DEILDAFERÐIR Glerárdalur – Glerárstífla. Hringleið 24. júní. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Ingvar Teitsson. Verð 2.000/1.500. Innifalið: Fararstjórn. Ekið er að bílastæði ofan við skotsvæðið á Glerárdal og gengið þaðan eftir stíg að Glerárstíflu og hún skoðuð. Farið er yfir brúna á stíflunni og upp á Lambagötuna og eftir henni niður að gömlu göngubrúnni á Gleránni og síðan að bílunum. Gönguhækkun lítil. Vegalengd 5-6 km. Miðvíkurfoss 25. júní. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Roar Kvam. Verð 2.000/1.500. Innifalið: Fararstjórn. Ekið til Miðvíkur á Svalbarðsströnd og gengið niður með ánni og síðan til suðurs í fjöru að fossinum Miðvíkurfossi sem er tilkomumikill þegar komið er að honum. Falin perla. Gönguskarð 27. júní. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórn: Ingvar Teitsson. Verð 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið frá Ytra-Hóli í Fnjóskadal að Kvíabóli í Köldukinn. Farið í um 500 m hæð á vatnaskilum. Vaða þarf tvær ár á leiðinni, einnig er mýrlent á skarðinu á parti. Vegalengd 16 km, hækkun 400 m. Laxárdalur 4. júlí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá skrifstofu FFA, Strandgötu 23. Fararstjórn: Ingvar Teitsson. Verð 3.500/2.000. Innfalið: Farastjórn. Ekið að sumarhúsinu á Rönd norðan Sandvatns viðMývatn. Gengið þaðan vestur í Laxárdal hjá Hólkotsgili. Laxá og gamla brúin hjá Brettingsstöðum skoðuð. Síðan gengið gegnumVarastaðaskóg í Ljótsstaði þar sem hópurinn er sóttur. Fallega gróið svæði með áhugaverða sögu. Um 12 km, mest niður í móti. Kerling: Sjö tinda ferð. 1538 m 11. júlí. Brottför kl. 8 í rútu eða einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórn: Viðar Sigmarsson og félagar í 24x24. Verð: 5.000/3.500. Innifalið: Fararstjórn og rúta. Gengið á hæsta fjall í byggð á Íslandi, Kerlingu í Eyjafirði. Ekið að Finnastöðum, þaðan gengið norður eftir tindunumHverfanda 1320 m, Þríklökkum 1360 m, Bónda 1350 m, Litla Krumma, Stóra Krumma, Syðri-Súlu 1213 m og Ytri-Súlu 1244 m og niður í Glerárdal. Um 20 km. Hækkun 1440 m. Vesturárdalur – Kóngsstaðadalur 18. júlí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Farastjórn: Una Þórey Sigurðardóttir. Verð 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Fáfarinn fallegur hringur umVesturárdal og Kóngsstaðadal. Gengið frá Stekkjarhúsi í Skíðadal og fram dalinn. Við eyðibýlið Stafn er beygt framVesturárdal og upp í gegnum skarðið milli fjallanna Ingjalds og Staðargangnafjalls. Þaðan er rölt fram á Ingjald 1275m og síðan fyrir Vesturárdalsfjall, fjallið á milli Vesturárdals og Kóngstaðadals, áður en haldið er niður í Kóngstaðadal og að Þverá í Skíðadal. Mjög falleg fjallasýn og útsýni yfir Skagafjörð og Skíðadal. Um 22 km. Hækkun um 1200 m. 78
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==