Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020

DEILDAFERÐIR Gönguvika í samvinnu við Akureyrarstofu: 20.-23. júlí Meðfram Glerá 20. júlí. Brottför kl. 19 frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 1.500/1.000. Fararstjórn: Ingimar Eydal. Lögmannshlíðarhringur 21. júlí. Brottför kl. 19 frá FFA, Strandgötu 23. Verð:1.500/1.000. Fararstjórn: Þorgerður Sigurðardóttir. Byggingarlistarganga 22. júlí. Brottför kl. 19 frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 1.500/1.000. Fararstjórn: Árni Ólafsson, arkitekt. Krossanesborgir 23. júlí. Brottför kl. 19 frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 1.500/1.000. Fararstjórn: Elín S. Jónsdóttir. Bræðrafell – Askja 20.-23. júlí. Brottför kl. 8 á einkabílum (jeppum) frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórn: Frímann Guðmundsson. Verð: 35.000/23.000. Innifalið: Fararstjórn og gisting. Bílar þátttakenda verða ferjaðir af landvörðum frá Herðubreiðarlindum upp í Dreka. 1.d. Ekið í Herðubreiðarlindir. Eftir kaffi er gengið um greiðfært hraun í Bræðrafell og gist. 17 km. 2.d. Gengið á Kollóttudyngju og Bræðrafell skoðað. Gist í Bræðrafellsskála. 3.d. Gengið frá Bæðrafelli í Drekagil. 17 km. Gist í Dreka. 4.d. Gengið frá Dreka yfir Dyngjufjöll að Öskju. Hópurinn sóttur á bílastæðið við Öskjuop og keyrður til baka í Dreka þar sem bílarnir bíða. Ekið heim um kvöldið. Öskjuvegur 24.-28. júlí. Brottför kl. 17 í rútu frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórn: Ingvar Teitsson. Verð: 86.000/70.000. Innifalið: Akstur, flutningur, gisting og fararstjórn. Skráningargjald kr. 10.000 greiðist við bókun. Lágmarksfjöldi: 10. Gist í skálum og gengið með lágmarksbúnað og svefnpoka, ekið með farangur á milli skála. 1.d. Ekið í Dreka, skála FFA austan Dyngjufjalla, með viðkomu í Herðubreiðarlindum. 2.d. Gengið eftir stikaðri leið frá Drekagili, yfir Dyngjufjöll að Öskju, ef til vill farið í sund í Víti. Hópurinn verður sóttur á bílastæðið við Öskjuop og keyrður til baka að Dreka. 3.d. Ekið í Öskjuop. Gengið eftir stikaðri leið þaðan, yfir Dyngjufjöll um Jónsskarð og niður í Dyngjufjalladal. Gist í Dyngjufelli, skála FFA. 14 km. 4.d. Frá Dyngjufelli er gengið norður Dyngjufjalladal í Suðurárbotna. Gist í Botna. 20–22 km. 5.d. Lokadag göngunnar er gömlum jeppaslóða fylgt frá Botna niður um Suðurárbotna og meðfram Suðurá að Svartárkoti. 15-16 km. Ekið til Akureyrar. Heiðinnamannahellir – Heiðinnamannafjall. 1266 m 25. júlí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá skrifstofu FFA, Strandgötu 23. Fararstjórn: Frímann Guðmundsson. Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. 79

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==