Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020

DEILDAFERÐIR Ekið innst inn í Skíðadal að Stekkjarhúsi. Þaðan er gengið inn með Skíðadalsá að brú yfir Skíðadalsána. Gengið yfir ás og vaðið yfir Heiðinnamannaá. Gengið þaðan upp bratt Heiðinnamannafjallið að Heiðinnamannahelli sem reyndar er ekki hellir heldur steinbogi og hluti af stórum berggangi. Hækkun upp í hellinn er um 700 m og vegalengd um 5 km, alls 10 km ganga. Herðubreið 7.-9. ágúst. Brottför kl. 17 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórn: Ingvar Teitsson og Leo Broers. Verð í skála: 19.000/11.000. Í tjaldi: 7.500/4.500. Innifalið: Gisting og fararstjórn. Árleg ferð FFA á þjóðarfjallið. Ekið í Herðubreiðarlindir og gist þar í tjöldum eða skála. Gengið á Herðubreið, 1682 m, á laugardegi og haldið heim á sunnudegi. Hjálmur, broddar og ísexi er nauðsynlegur búnaður. Hækkun um 1000 m. Bláskógavegur 15. ágúst. Brottför kl. 8 í rútu frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórn: Sigurgeir Sigurðsson. Verð 11.000/9.000. Innifalið: Fararstjórn og akstur. Ekið er til Húsavíkur og Þeistareykjaveg að Sæluhúsmúla. Þaðan verður gengin hin forna leið um Bláskógaveg að býlinu Undirvegg í Kelduhverfi þar sem rútan bíður göngugarpa. Komið við í Gljúfrarstofu ef aðstæður leyfa. Ekkert drykkjarvatn er á leiðinni. Um 21 km, lítil hækkun. Kaldbakur/Svínárhnjúkur 22. ágúst. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórn: Baldvin Stefánsson. Verð: 3.500/2.000. Innfalið: Fararstjórn. Ekið er til Grenivíkur og á bílastæði skammt utan Greniár. Ferja þarf bíl (jeppa) út í Svínárnes. Gengið er eftir stikaðri leið upp á Kaldbak, 1173 m. Þá er genginn fjallshryggurinn út á Útburðarskálarhnjúk, 1172 m og þaðan hryggirnir út á Eiríksskarðskoll, 1040 m og Svínárhnjúk, 1058 m. Hægt er að ganga út á Þernu, 1060 m, ef tími er til, áður en gengið er niður að Svínárnesi. 14 km. Hækkun um 1400 m. Seljahjallagil 29. ágúst. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórn: Herdís Zóphoníasdóttir og Þuríður Hallgrímsdóttir. Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið frá bænumGarði í Mývatnssveit eftir jeppaslóð í Seljahjallagil og sama leið til baka. Mögulegt er að ganga upp úr gilinu og skoða útsýnið sem er afar stórfenglegt. Um 18 km. Hækkun 200 m. Eftir göngu er möguleiki að fara í Jarðböðin, ekki innifalið í verði. Kambur við Flateyjardal. 1160 m 5. september. Brottför kl. 8 á einkabílum (jeppar, jepplingar) frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórn: Árni Sveinn Sigurðsson. Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið út á Flateyjardal á móts við Véskvíar og fólk ferjað á jeppa yfir ána ef færð leyfir, annars þarf að vaða. Stefnt er á fjallshrygginn og honum fylgt upp á Kambinn þar sem frábært útsýni er yfir dalinn og nærliggjandi fjalllendi. 10 km. Hækkun 1000 m. Skuggabjargaskógur – Haustlitaferð 12. september. Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórn: Anna Blöndal. Verð: 3.500/2.000. Innfalið: Fararstjórn. 80

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==