Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020
DEILDAFERÐIR FERÐAFÉLAG FLJÓTSDALSHÉRAÐS Heimasíða: www.ferdaf.is Fésbók: Ferðafélag Fljótsdalshéraðs Netfang: ferdaf@ferdaf.is Sími: 863 5813 Allar dagsferðir: Verð: 500 krónur, nema að annað sé tekið fram. Mæting við hús Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, Tjarnarási 8 á Egilsstöðum. Fólk er hvatt til að taka þátt í perlu-gönguleiknum. Hjálpleysa – Valtýshellir (perla) Sunnudagsganga 3. maí, kl. 10. Valtýshellir er lítill skúti innan við urðarrana skammt inn af Hjálpleysuvatni. Gengið er frá þjóðvegi 95, austan (utan) við Gilsá, framhjá rústumHátúna, en það var myndarbýli í árdaga. Þaðan er gengið í Hjálpleysu, sem er þröngur dalur á milli Sandfells og Hattar. Umsjón: Jón Steinar Benjamínsson. Landsendi (perla) Sunnudagsganga 17. maí, kl. 10. Gengið frá þjóðvegi (áður en haldið er upp á Hellisheiði) við Biskupshól út að Keri, sem er forn verstöð og þaðan út á Landsendahorn. Þaðan er afar fallegt útsýni yfir Móvíkur, tvær víkur, sem eru næst fyrir utan Landsenda og mynda stórar geilar inn í strandfjöllin. Umsjón: Stefán Kristmannsson. Fjölskylduferð í Húsey (perla) 7. júní, kl. 10. Ekið í Húsey og gengið um sléttuna utan við Húseyjarbæina. Frítt fyrir 14 ára og yngri. Umsjón: Jón Steinar Benjamínsson. Sólstöðuganga í Stapavík (perla) 19. júní, kl. 20. Ekið að Unaósi og gengið frá bílastæði við heimkeyrsluna, út með Selfljóti. Frítt fyrir 14 ára og yngri. Umsjón: Stefán Kristmannsson. Stuðlagil Sunnudagsganga 21. júní, kl. 10. Stuðlagil er í árfarvegi Jökulsár á Dal og eitt af stærri stuðlabergssvæðum landsins. Ekið er að bílastæði hjá bænum Klausturseli, gengið austan ár, inn að Stuðlagili. Umsjón: Jón Steinar Benjamínsson. Víknaslóðir: Krakkaferð. . 27.-28. júní. Fararstjórn: Þórdís Kristvinsdóttir. Lágmark 10 manns. Þessi ferð er sérstaklega hugsuð fyrir fjölskyldur og yngri kynslóðina og því farið hægar yfir. 1.d. Ekið á einkabílum kl. 9 frá Fjarðarborg. Gengið frá Borgarfirði til Breiðuvíkur í gegnum Brúnuvík. 2.d. Gengið frá Breiðuvík og yfir í Húsavík þar sem hópurinn sameinast í bíla til baka á Borgarfjörð. Verð: 10.000 f. fullorðna. Frítt fyrir börn undir 18 ára. Innifalið: Fararstjórn, skálagisting og trúss. Tekið er á móti skráningum á heimasíðu ferðafélagsins til 4. júní. Rangárhnjúkur (perla) Sunnudagsganga 5. júlí, kl. 10 . Gengið er frá skilti við hliðið að Fjallsseli og upp vegarslóða á Rangárhnjúk, 565 m. Umsjón: Stefán Kristmannsson. 87
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==