Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020

DEILDAFERÐIR Sönghofsdalur 11. júlí, kl. 8. Ekið í Möðrudal og þaðan Kverkfjallaveg inn fyrir Kreppubrú þaðan sem gengið er út í Sönghofsdal, um 18 km. Þátttakendur verða að skrá sig á heimasíðu ferðafélagsins því mögulega verður gangan færð yfir á sunnudag ef það hentar betur vegna veðurs. Umsjón: Stefán Kristmannsson. Þerribjörg (perla) Sunnudagsganga 19. júlí, kl. 9. Þerribjörg eru staðsett á Skaganummilli Vopnafjarðar og Héraðsflóa. Klettarnir eru einhverjir litríkustu sjávarklettar á Íslandi. Gulir, appelsínugulir og svartir, skríða þeir fram af heiðinni ofan í grænbláan sjóinn. Ekið út á Hellisheiði og um vegslóða að Kattárdal. Umsjón: Stefán Kristmannsson. Víknaslóðir . 22.-25. júlí. 4 dagar. Fararstjórn: Þórdís Kristvinsdóttir. Lágmark 10 manns. 1.d. Ekið kl. 9 frá Fjarðarborg. Gengið frá Borgarfirði til Breiðuvíkur í gegnum Brúnuvík. 2.d. Gengið frá Breiðuvík í Húsavík. 3.d. Gengið frá Húsavík að Klyppstað í Loðmundarfirði. 4.d. Gengið frá Loðmundarfirði um Kækjuskörð til Borgarfjarðar. Verð: 49.000/45.500. Innifalið: Skálagisting, trúss og fararstjórn. Tekið er á móti skráningum á heimasíðu ferðafélagsins til 10. júlí. Skælingur 25. júlí, kl. 9. Skælingur er svipmikið klettafjall á milli Loðmundarfjarðar og Húsavíkur í Víkum sem sést langt utan af hafi. Það hefur stundum verið nefnt kínverska hofið þar sem klettaborgin efst minnir á steinrunnið kínverskt musteri. Ekið á Borgarfjörð og þaðan á Nesháls á milli Húsavíkur og Loðmundarfjarðar, þaðan sem gengið er á Skæling. Þátttakendur verða að skrá sig á heimasíðu ferðafélagsins því mögulega verður gangan færð yfir á sunnudag ef það hentar betur vegna veðurs. Fararstjórn: Stefán Kristmannsson. Lónsöræfi 1.-3. ágúst. 3 dagar. Fararstjórn: Þórdís Kristvinsdóttir. Lágmark 10 manns. Ganga í stórkostlegu umhverfi um ein afskekktustu öræfi landsins. Litríkar og fjölbreyttar jarðmyndanir setja svip sinn á svæðið sem lætur engan ósnortinn. 1.d. Ekið kl. 8 með rútu frá Egilsstöðum að Eyjabökkum. Þaðan er gengið í Geldingafell. 2.d. Gengið er frá Geldingafelli umVesturdal að Kollumúlavatni og gist í Egilsseli. 3.d. Gengið um vörðuðu leiðina að Sandvatni þaðan sem rúta flytur hópinn til Egilsstaða. Verð: 52.500/49.000. Innifalið: Skálagisting, akstur og fararstjórn. Tekið er á móti skráningum á heimasíðu ferðafélagsins til 15. júlí. Stórurð (perla) Sunnudagsganga 2. ágúst, kl. 9. Stórurð er eitt stórfenglegasta náttúrufyrirbrigði á Austurlandi og þó víðar væri leitað. Talið er að hinar stóru steinblokkir sem einkenna hana hafi fallið á ís og hann síðan flutt þær fram dalinn og mótað þannig þessa undraveröld, slétta grasbala og hyldjúpar tjarnir innan um stór björg á hæð við fjölbýlishús. Yfir öllu þessu gnæfa tignarleg Dyrfjöllin. Umsjón: Jón Steinar Benjamínsson. 88

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==