Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2020
G LJ Ú F R A S T E I N N Hús skáldsins www.gljuf rasteinn.is DEILDAFERÐIR Dagsferð á heiðarbýlin: Þessi klassíska 8. ágúst, kl. 9. Fararstjórn: Þorvaldur P. Hjarðar. Gengið að tíu heiðarbýlum. Ekið á bílum á milli og gengið að hverju býli. Gangan í hvert skipti er ekki löng og því er þetta tilvalið fyrir alla fjölskylduna. Gott tækifæri til að fylla stimpilkort og taka þátt í skemmtilegum gönguleik Ferðafélagsins. Hjá hverju býli er hólkur sem inniheldur upplýsingar um býlið, ábúendur og sögur tengdar því ásamt gestabók og stimpli fyrir stimpilkortin. Býlin sem verða heimsótt í þessari ferð eru: Ármótasel, Lindasel, Háreksstaðir, Fagrakinn, Kálffell, Brunahvammur, Rangalón, Grunnavatn, Heiðarsel og endað í Sænautaseli. Verð 8.000/7.000. Innifalið: Kvöldmatur í Sænautaseli, stimpilkort og fararstjórn. Tekið er á móti skráningum á heimasíðu ferðafélagsins til 3. ágúst. Skúmhöttur (perla) Sunnudagsganga 16. ágúst, kl. 8. Ekið að Þórisá í Skriðdal. Skemmtileg fjallganga á næsthæsta fjallið í fjallgarðinummilli Reyðarfjarðar og Fljótsdalshéraðs, um 1229 m. hátt. Umsjón: Jón Steinar Benjamínsson. Gönguskarð 29. ágúst, kl. 9. Ekinn Borgarfjarðarvegur til Njarðvíkur. Gengið er upp í Gönguskarð og þaðan inn á Vatnsskarð. Umsjón: Stefán Kristmannsson. Strútsfoss (perla) Sunnudagsganga 6. september, kl. 10. Strútsfoss í Strútsá steypist fram af brúnumVillingadals inn af Suðurdal. Fossinn sem er tvískiptur, er með þeim hærri á landinu. Neðri hlutinn er um 100 m hár og sá efri um 20 m. Neðan fossins fellur áin í djúpu gili, Strútsgili. Að öllum líkindum draga áin og fossinn nafn sitt af strytulaga klettadrangi eða dröngum í gilinu. Strútsgil er afar litfagurt en í því skiptast á basalthraun og setlög, tugir metra á þykkt, rauð og gulbrún, ásamt líparíti á einum stað. Innri-Þverá fellur ofan í gilið skammt frá Strútsfossi og myndar fallega fossaröð. Gönguleiðin liggur frá Sturluflöt, innsta bæ í Suðurdal, austan Kelduár. Gengið er upp með Fellsá austanvert í Villingadal. Umsjón: Stefán Kristmannsson. Heiðarendi (perla) Sunnudagsganga 20. september, kl. 10. Ekið að Heiðarseli og gengið á Heiðarenda. Umsjón: Jón Steinar Benjamínsson. 89
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==